Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 12:45

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Jens Dantorp (14/27)

Í dag verður fram haldið að kynna þá 5 stráka, sem deildu  12.-16. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013.

Þetta voru þeir Patrik SjölandBrinson Paolini, Jens Dantrop, Simon Wakefield og James Heath.

Allir léku þeir á samtals 11 undir pari, 417 höggum og hlutu € 3.170 í verðlaunafé.  Nú þegar hafa Sjöland og Paolini verið kynntir en sá sem kynntur verður í dag varð í 14. sæti –  Jens Dantorp. Dantorp er einn af 3 sænskum kylfingum sem komust á Evróputúrinn að þessu sinni í gegnum Q-school en hinir voru Patrik Sjöland og Mikael Lundberg (varð í 5.-7. sæti).

Dantorp spilaði á (66 68 68 72 73 70).

Jens Dantorp fæddist í Malmö, Svíþjóð 28. apríl 1989 og er því 24 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og er sem stendur nr. 352 á heimslistanum. Allt frá því hann gerðist atvinnumaður hefir hann tekið þátt í Q-school, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst í gegn. Dantorp býr í fæðingarstað sínum Málmey (Malmö) og er i Flommen GK (golfklúbbnum).

Árið 2012 spilaði Dantorp á  Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en þaðan kom hann hátt skrifaður af Nordea túrnum þar sem hann hafði sigrað 8 sinnum áður en hann varð efstur á peningalistanum 2011. Dantorp fylgdist með nánum vini sínum Kristoffer Broberg  taka Áskorendamótaröðina með stormi og í ár setti hann mark sitt þar líka þegar hann vann hinn virta Rolex Trophy (Í Golf Club de Genève í Genf, Sviss, sem Golf 1 var nýlega með kynningu á – Sjá með því að SMELLA HÉR: )  Það nægði þó ekki til þess að komast á Evróputúrinn og því fór hann í Q-school.
Þegar Dantorp var 3 ára fannst honum gaman að leika sér í sandglompu á golfvellinum þar sem pabbi hans spilaði golf en grínaðist með að pabba hans hafi ekki alltaf fundist gaman að raka eftir sig!“

Meðal áhugamála Dantorp er að spila á gítar, sem hann segist ekki hafa mikinn tíma til lengur. Uppáhaldshljómsveitir hans eru Dire Straits og Red Hot Chilli Peppers.