Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 11:30

PGA: 3 lið efst í Franklin Templeton Shootout eftir 1. dag

Þessa daganna 9.-15. desember 2013 fer fram Franklin Templeton Shootout í Ritz-Carlton golfstaðnum  í Naples, Flórída.

Gestgjafi mótsins er hvíti hákarlinn, Greg Norman.

Tveggja manna lið 24 nokkurra bestu kylfinga (þ.e. 12 lið) á PGA Tour keppa um $ 3,1 milljón í  móti þar sem m.a. er spilaður besti bolti, betri bolti og scramble.

3 lið eru efst og jöfn eftir 1. keppnisdag: Lið Sean O´Hair og Kenny Perry, sem eiga titil að verja; lið Harris English og Matt Kuchar og lið Charles Howell III og Justin Leonard en öll léku þessi lið á 8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: