Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 15:45

Dawie Van der Walt sigraði á Nelson Mandela Championship

Það var heimamaðurinn Dawie Van der Walt sem sigraði á Nelson Mandela Championship í dag, á golfvelli Mount Edgemount CC í Durban, Kwa-Zulu Natal í Suður-Afríku.

Van der Walt spilaði á samtals 15 undir pari, 195 höggum (67 62 66).

Hann átti 2 högg á þá 2 sem deildu 2. sætinu: Spánverjann Jorge Campillo, sem átti svo frábæran hring upp á 59 högg í gær og Englendinginn Matthew Baldwin.

Colin Nel frá Suður-Afríku, sá sem einnig spilaði á 59 höggum í gær, lauk keppni í 40. sæti ásamt 9 öðrum kylfingum en 12 högga sveifla var milli hrings hans í dag og þess í gær.

Í 4. sæti varð Frakkinn Romain Wattel á samtals 12 undir pari, 198 höggum og í 5. sæti varð síðan annar heimamaður Oliver Bekker á samtals 11 undir pari, 199 höggum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Nelson Mandela Championship SMELLIÐ HÉR: