Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 18:00

Ekki öll nótt úti enn hjá Valdísi!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lék 2. hring á lokaúrtökumóti LET – Lalla Aicha Tour School Final Qualifying – langt frá sínu besta í dag á 82 höggum og er í 88. sæti sem stendur. ÞAÐ Á ENN EFTIR AÐ SPILA 2 HRINGI – það skyldu þeir hafa hugfast sem fljótir eru að afskrifa Valdísi Þóru. Hlutirnir eru afar fljótir að breytast í golfi og með einum hring getur staðan breyst, það þekkja allir kylfingar!!! Eins og staðan er nú þarf að vera á samtals 4 yfir pari samtals til þess að komast í lokahringinn. Valdís er 8 höggum frá því takmarki. Það verður erfitt fyrir hana að vinna það upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson ——– 15. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 64 ára í dag. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (42 ára);  Jane Park, 15. desember 1986 (27 ára);  Nontaya Srisawang, frá Thaílandi 15. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 14:00

Moe Norman – Kylfingurinn sem vann 55 mót á ferli sínum (3/8)

Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma, í að slá bein högg. Hann sló svo beint og svo stöðugt beint, að hann var uppnefndur „Pipeline Moe.” Hann á 3 hringi upp á 59 högg og sigraði 55 sinnum á atvinnumannsferli sínum, en Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957.  Hann var í einu orði sagt Frábær! Þegar Moe var 5 ára lenti hann í bílslysi og var talið að hann hefði orðið fyrir heilaskaða og varð hann aldrei samur eftir. Hann var a.m.k. ekki eins og fólk er flest; var einfari, sérvitur og átti oft erfitt um ævina. En kylfingur var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 13:45

Garcia sigraði í Thaílandi!

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia lék lokahringinn á Thaíland Golf Championship á 4 undir pari, 68 höggum og krækti sér þar með í fyrsta sigur sinn á árinu. Á lokahringnum fékk Garcia 6 fugla og 2 skolla og var samtals á 22 undir pari, 266 höggum. Nr. 1 í Evrópu Henrik Stenson var líka á 68 með 5 fuglum og 1 skolla í Amata Spring Country Club, en tókst aldrei að setja Garcia undir neina alvarlega pressu.  Hann varð í 2. sæti 4 höggum á eftir Garcia á samtals 18 undir pari, 270 höggum. Í 3. sæti varð síðan Frakkinn Alexander Levy enn 4 höggum á eftir Stenson þ.e. á 14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 12:45

Valdís Þóra á 5 yfir pari eftir fyrri 9 á 2. degi í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er nú búin að spila fyrri 9 á lokaúrtökumóti LET; Lalla Aicha Tour School Final Qualifying í Marokkó. Í dag er leikinn golfvöllur Samanah golfklúbbsins en í gær var Al Maaden völlurinn spilaður. Öfugt við í gær byrjaði Valdís Þóra vel, var á pari fyrstu 2 holurnar og náði síðan fugli á 3. holu sinni (12. holu Samanah vallarins). Síðan seig á ógæfuhliðina. Á 14. og 15. holum fékk hún skolla og síðan þrefaldan skolla á par-3  17. holunni og lauk síðan fyrri 9 (þ.e. 18. holu) með skolla. Staðreyndin 5 yfir pari eftir fyrri 9. Það er vonandi að Valdís Þóra endurtaki leikinn frá því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 12:00

Hörður Þorsteinsson: „Hvernig fjölgum við kylfingum í klúbbum?“ (3/3)

Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ hélt frábæran fyrirlestur á málþingi sem GSÍ stóð fyrir föstudaginn 22. nóvember 2013.  Hann bar yfirskriftina: „Golfvellir í hvert sveitarfélag.“ Hér fer 3. hluti og niðurlag þess fyrirlestrar Harðar: Hörður setti á nýja glæru: Hvernig fjölgum við kylfingum í klúbbum? Í viðhorfskönnun kemur þetta fram: * Dýrt í golf  – Þetta á klárlega ekki við á Íslandi og allra síst á þetta við á landsbyggðinni, þar sem árgjald er stundum einungis á við hálft árgjald á höfuðborgarsvæðinu  – Hugsanlega annað viðmið um verðlagningu á afþreyingu á landsbyggðinni  – EN MIKILVÆGT AÐ LEIÐRÉTTA ÞENNAN MISSKILNING En þá ætla ég að koma að hlutunum með aðeins öðruvísi hætti. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 11:00

Greg Norman telur að hann gæti hafa sigrað Tiger

Greg Norman telur að ef hann og Tiger gætu hafa keppt jafngamlir þá myndi hann hafa unnið. Í  löngu viðtali á Golf.com, segir Norman að bestu kylfingar allra tíma í golfinu (ens. all time greats) myndu hafa átt í erfiðleikum með hann, þ.á.m. Tiger Woods. Grípum niður í viðtalið: Mikið af fólki spyr hvernig ég myndi hafa staðið mig gegn bestu kylfingum dagsins í dag, ef ég hefði haft sama nútíma golfútbúnað og þeir nota.  Hlustið nú á, þetta snýst ekki um útbúnaðinn. Sigur snýst um það sem ykkur býr í hjarta og líka það sem er í hausnum á ykkur. Útbúnaðurinn segir til um hvernig þið spilið á hverjum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 09:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Simon Wakefield (15/27)

Í dag verður fram haldið að kynna þá 5 stráka, sem deildu  12.-16. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir Patrik Sjöland, Brinson Paolini, Jens Dantrop, Simon Wakefield og James Heath. Allir léku þeir á samtals 11 undir pari, 417 höggum og hlutu € 3.170 í verðlaunafé.  Nú þegar hafa Sjöland, Paolini og Dantorp verið kynntir en sá sem kynntur verður í dag varð í 13. sæti –  Simon Wakefield. Wakefield var einn af 5 enskum kylfingum, fjölmennasta hópnum sem komust á Evróputúrinn að þessu sinni í gegnum Q-school en hinir voru Adam Gee, Daniel Brooks, James Heath  og James Morrisson. Wakefield spilaði á (69 68 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2013 | 07:00

Íslensku PGA golfkennararnir luku leik í 22. sæti í Portúgal

Íslenskir PGA golfkennarar tóku þátt í golfmóti PGA golfkennara (International Teams Championship) sem fram fór á Onyria Palmares Alvor golfvellinum, í Algarve, Portúgal, 10.-13. desember 2013 og lauk þ.a.l. í fyrradag. Íslensku sveitina skipuðu þeir: Hlynur Geir Hjartarson, Ingi Rúnar Gíslason og Sigurpáll Geir Sveinsson. Sveit íslenskra PGA golfkennara varð í 22. sæti af 26 liðum sem þátt tóku.  Á besta skorinu af Íslendingunum var Hlynur Geir á samtals 28 yfir pari, 316 höggum  (82 81 74 79); næstur var Ingi Rúnar á 29 yfir pari, 317 högg (82 79 73 83) og Sigurpáll Geir rak lestina á samtals 54 yfir pari, 342 höggum (90 87 85 80). Samtals lék íslenska sveitin á 54 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 22:45

PGA: Kuchar og English efstir í Flórída eftir 2. dag

Þessa daganna 9.-15. desember 2013 fer fram Franklin Templeton Shootout í Ritz-Carlton golfstaðnum  í Naples, Flórída. Gestgjafi mótsins er hvíti hákarlinn, Greg Norman. Tveggja manna lið 24 nokkurra bestu kylfinga (þ.e. 12 lið) á PGA Tour keppa um $ 3,1 milljón í  móti þar sem m.a. er spilaður besti bolti, betri bolti og scramble. Lið Harris English og Matt Kuchar eru efst á samtals 20 undir pari eftir 2. dag og í 2. sæti er lið Freddie Jacobson og Retief Goosen á samtals 16 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. keppnisdag á Franklin Templeton Shootout SMELLIÐ HÉR: