Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 13:00

Campillo og Nel spiluðu báðir 2. hring á Mandela mótinu á 59 höggum!!!! … en fá metið ekki skráð

Það hefir aldrei gerst á Evrópumótaröðinni, allt frá því að henni var hleypt af stokkunum árið 1972 að kylfingur leiki á 59 höggum í móti á mótaröðinni…. hvað þá að tveir kylfingar nái 59 högga draumahringi í einu og sama mótinu.

Það gerðist þó í gær þegar 2. hringur Nelson Mandela Championship var leikinn í KwaZulu Natal í Suður-Afríku.

Það voru þeir Jorge Campillo frá Spáni og Colin Nel frá Suður-Afríku, sem báðir náðu að leika á 11 undir pari, 59 höggum …. en met þeirra verða ekki skráð!!! Vonbrigði það!!!

Ástæðan er hins vegar sú að kylfingar gátu lyft bolta og hreinsað vegna mikils votviðris sem ítrekað hefir valdið frestunum á mótinu og orðið til þess að það var stytt í 54 holu

Nú er 2. umferð mótsins lokið og verið að leika 3. og lokahringinn.  Jorge Campillo er meðal efstu manna en Colin Nel rann niður skortöfluna eftir 3. hring upp á 71 högg, sem er 12 högga munur á 2. og 3. hring hjá honum!

Til þess að fylgjast með 3. hring á Nelson Mandela Championship SMELLIÐ HÉR: