Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 16:00

Valdís Þóra á 74 höggum 1. daginn á lokaúrtökumótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék 1. hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LET, eða Evrópumótaröð kvenna  í dag.

Það leit ekki vel út eftir fyrstu 9 holurnar en þá var Valdís Þóra á 3 yfir pari, eftir 10. holu var hún jafnvel á 4 yfir pari,  en hún sýndi karakter á síðustu 8 holunum, hélt jöfnu og náði fuglum á 2 síðustu lokaholunum.

Niðurstaðan var sú að Valdís Þóra lék á 2 yfir pari, 74 höggum fyrsta hringinn.  Hún deilir sem stendur 50. sæti ásamt 9 öðrum m.a. Bonitu Bredenhann, sem komst í gegnum Q-school í fyrra og var sú fyrsta til þess að spila á Evrópumótaröð kvenna f.h. Namibíu – Sjá kynningu Golf 1 á Bredenhann með því að SMELLA HÉR:

Aðrar sem deila 50. sæti með Valdísi Þóru eru Carmen Alonso, Krista Bakker, Isabell Gabsa, Charlotte Thompson, Isabelle Boineau, Christine Wolf,  Charlotte Ellis og Lucie Andre   (en má kynningu Golf 1 á þeim með því að smella á nöfn þeirra sem eru undirstrikaðar).

Efstu 60 fá að spila lokahringinn og sem stendur kemst Valdís Þóra rétt svo áfram og enn eftir að spila 3 hringi og vonandi að hún verði öruggari áfram, því flestar stúlknanna fara að spila betur eftir því sem þekkingin á vellinum eykst og margar eins og Bonita, Charlotte og Lucie ekki að spila völlinn í 1. sinn.

Í 1. sæti eftir 1. dag er sænski kylfingurinn Rebecca Sörensen, en hún lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Lalla Aicha Final Qualifying SMELLIÐ HÉR: