Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2013 | 08:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: James Morrison (17/27)

Í dag verður hafist handa  við að kynna þá 4  stráka, sem deildu  8.-11. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir James Morrison, Stuart Manley, Wade Ormsby og Connor Arendell.  Allir léku þeir á samtals 12 undir pari, 416 höggum og hlutu € 4.085 í verðlaunafé.  Í dag verður byrjað á að kynna James Morrisson, sem varð í 11. sæti, en hann var einn af 5 enskum kylfingum, fjölmennasta hópnum sem komust á Evróputúrinn að þessu sinni í gegnum Q-school en hinir voru Adam Gee, Daniel Brooks, Simon Wakefield  og James Heath. Morrison spilaði á (72 67 63 70 71 73). James Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 22:00

Valið um heitasta kylfinginn stendur sem hæst

Golf Digest stendur um þessar mundir fyrir vali á heitasta kylfingnum, en um netkosningu er að ræða. Búið er að njörva niður þá sem þátttakendur eiga val um að velja niður í 8 kvenkylfinga og 8 karlkylfinga. Meðal kvenkylfinga eru Belen Mozo, Beatriz Recari og Blair O´Neil.  Meðal kynþokkafyllstu karlkylfingskandídata eru Adam Scott, Jason Day og Ryo Ishikawa. Sjá má myndaseríu af þeim sem til greina komast, sem þeir heitustu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 21:45

Frægir kylfingar: Justin Bieber í golfi – Myndskeið

Justin Bieber sendi þeim 48 milljónum sem fylgja honum á Twitter eftirfarandi myndskeið af sér í „golfi“ SMELLIÐ HÉR:  Meðal þeirra sem „followa“ eða fylgja Bieber á Twitter eru Bubba Watson, Jessica Korda, Lexi Thompson, Reilly Rankin, Rickie Fowler, Suzann Pettersen og John Daly. Bieber hefir sést af og til í golfi og er þeim Bubba Watson orðið vel til vina. En satt besta að segja að ef Bubba hefði ætlað sér að pútta með kjuða hefði hann eflaust látið (Harris) English um málið!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 21:30

Valdís á 82 höggum 3. hringinn

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lék 3. hring á lokaúrtökumóti LET – Lalla Aicha Tour School Final Qualifying – líkt og á 2. degi þ.e. á 82 höggum og er í næstneðsta sæti, þ.e. 93. sæti, en keppendur eru 94. Í dag var Al Maaden golfvöllurinn leikinn að nýju, en á fyrsta hring náði Valdís Þóra skori upp á 74 högg á þeim hring. Samtals er Valdís Þóra búin að spila á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (74 82 82).  Í dag fékk hún 1 fugl, 7 skolla og 1 skramba. Það virðist nokkuð öruggt að Valdís Þóra nær ekki að vera meðal 60 efstu sem spila lokahringinn og þ.á.m. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 21:15

PGA: Connor og Stewart Cink sigruðu í feðra/sona mótinu

Stewart og Connor Cink sigruðu á feðra/sona mótinu (ens: PNC Father/Son Challenge) í gær, þ.e. sunnudaginn 15. desember eftir að þeim tókst að setja niður tvo erni á síðustu 5 holum sínum. Þeir áttu 3 högg á næstu menn í þessu scramble móti. Connor Cink, sem er fyrstaársnemi í Clemson, sem fannst hokkí skemmtilegra en golf sem táningur, kom feðgunum yfir þegar hann sökkti 10 metra arnarpútti  á 14. holu.  Pabbinn, Stewart Cink setti síðan niður 7 metra arnarpútt á 18. holunni. Þeir voru á 11 undir pari, 61 höggi og á samtals 22 undir pari. „Við hittum bara þarna úti,“ sagði Stewart Cink sem er sigurvegari Opna breska 2009. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 21:00

GKJ: 12.8 milljón króna hagnaður – stjórnin endurkjörin

Aðalfundur Golfklúbbsins Kjalar fór fram fimmtudaginn 12. desember síðastliðinn. Tæplega 13 milljón króna hagnaður var af rekstri golfklúbbsins á árinu og stóðust rekstraráætlanir að mestu leyti fyrir árið þrátt fyrir fremur erfitt veðurfar til golfiðkunar. Stjórn GKj gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var Guðjón Karl Þórisson endurkjörinn formaður klúbbsins, og hefur hann nú sitt annað ár sem formaður klúbbsins. Golfklúbburinn Kjölur hefur vaxið á undanförnum árum og var fjöldi klúbbmeðlima um 800 talsins á árinu og hafði þeim fjölgað um tæp 10% frá árinu á undan. Í heildina jukust rekstrartekjur klúbbsins um tæp 7% frá árinu á undan. Mikil aukning hefur einnig verið í unglinga- og afreksstarfi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 20:45

Afmæliskylfingur dagsins: Paul McGinley ——- 16. desember 2013

Það er írski kylfingurinn Paul McGinley og aðstoðarfyrirliði undanfarandi Ryder Cup liða Evrópu  og fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu sem keppir í Gleneagles, Skotlandi á næsta ári, sem er afmæliskylfingur dagsins. McGinley er fæddur 16. desember 1966 og því 47 ára í dag. Meirihluti kraftaverkaliðs Evrópu í Medinah var á því að gera ætti McGinley að fyrirliða liðs Evrópu í Ryder Cup. Þar beittu landar McGinley sér einkum fyrir því að hann yrði fyrirliði m.a. Rory McIlroy og Pádraig Harrington. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, 16. desember 1940 (73 ára);  Brian Clark, 16. desember 1963 (50 ára stórafmæli!!!!);  Cathy Johnston-Forbes, 16. desember 1963 (50 ára stórafmæli!!!);  Brent Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 20:30

Moe Norman – kylfingurinn með beinu höggin, sem á 34 vallarmet (4/8)

Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg. Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Hann lenti í slysi þegar hann var 5 ára og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð hann aldrei eins og fólk er flest. Hann var einfari, sérvitur og mörgum fannst hann skrítinn. Hann var með ákveðnar skoðanir á golfinu. Moe átti oft erfitt í lífinu, en hann var góður karl inn við beinið. Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði í 55 mótum um ævina; átti m.a. nokkra hringi upp á 60 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 08:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: James Heath (16/27)

Í dag verður lokið við að kynna þá 5 stráka, sem deildu  12.-16. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir Patrik Sjöland, Brinson Paolini, Jens Dantrop, Simon Wakefield og James Heath. Allir léku þeir á samtals 11 undir pari, 417 höggum og hlutu € 3.170 í verðlaunafé.  Nú þegar allir verið kynntir nema James Heath, sem varð í 12. sæti, en hann var einn af 5 enskum kylfingum, fjölmennasta hópnum sem komust á Evróputúrinn að þessu sinni í gegnum Q-school en hinir voru Adam Gee, Daniel Brooks, Simon Wakefield  og James Morrisson. Heath spilaði á (69 71 70 69 69 69). James Heath fæddist 17. mars 1983 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 05:45

PGA: Kuchar og English sigruðu í Franklin Templeton Shootout

Matt Kuchar og Harris English sigruðu á Franklin Templeton Shootout, voru á 14 undir pari 58 höggum í gær á lokahringnum í scramblinu á sunnudaginn og settu nýtt vallarmet í mótinu. Samtals voru Kuchar og English á 34 undir pari 182, og spiluðu síðustu 28 holurnar  í Tiburon á 25 undir. Þeir hófu keppnina á 64 höggum á föstudeginum, þar sem hvor þeirra tók högg til skiptis og voru á 60 í betri bolta á laugardeginum. Kuchar/English liðið átti 7 högg á þá Retief Goosen og Fredrik Jacobsen og jöfnuðu þar með líka mótsmetið á mesta mun á liði í 1. og 2. sæti, en fyrra met áttu þeir Curtis Strange Lesa meira