
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: James Morrison (17/27)
Í dag verður hafist handa við að kynna þá 4 stráka, sem deildu 8.-11. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013.
Þetta voru þeir James Morrison, Stuart Manley, Wade Ormsby og Connor Arendell.
Allir léku þeir á samtals 12 undir pari, 416 höggum og hlutu € 4.085 í verðlaunafé. Í dag verður byrjað á að kynna James Morrisson, sem varð í 11. sæti, en hann var einn af 5 enskum kylfingum, fjölmennasta hópnum sem komust á Evróputúrinn að þessu sinni í gegnum Q-school en hinir voru Adam Gee, Daniel Brooks, Simon Wakefield og James Heath.
Morrison spilaði á (72 67 63 70 71 73).
James Morrison fæddist 24. janúar 1985 í Chertsey á Englandi og er því 28 ára. Hann lék í unglingaliðum f.h. Englands ásamt þeim Alastair Cook, Ravi Bopara og Tim Bresnan og þeir halda allir vinskapnum. Þegar hann var 16 ára ákvað hann hins vegar að skipta yfir í golfið og eftir að sú ákvörðun hafði verið tekin féll forgjöf hans úr 18 í 0 á innan við 1 ári. Jafnframt komst hann sama ár á golfstyrk í University of South Carolina.
Eftir að hann sneri aftur til Englands spilaði Morrison á PGA EuroPro Tour og síðan Challenge Tour, eftir að hafa gerst atvinnumaður í golfi árið 2006. Hann varð í 18. sæti á Challenge Tour stigalistanum 2009 og tryggði sér þar með kortið sitt á Evrópumótaröðina 2010.
Í apríl 2010 vann hann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni þ.e. Madeira Islands Open BPI – Portugal, lauk keppni á 20 undir pari.Þremur vikum síðar varð hann í 2. sæti á Open de España, en þar tapaði hann í bráðabana við Álvaro Quirós.
Morrison hefir þjáðst af Crohn’s sjúkdómnum frá um 15 ára aldri.
Hann er kvæntur konu sinni Jessicu (giftust 2011) og á með henni soninn Finley (f. 2012).
Loks mætti geta að auk golfs eru áhugamál Morrison krikket, tónlist og fótbolti.
Til þess að sjá heimasíðu James Morrison SMELLIÐ HÉR:
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022