Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 05:45

PGA: Kuchar og English sigruðu í Franklin Templeton Shootout

Matt Kuchar og Harris English sigruðu á Franklin Templeton Shootout, voru á 14 undir pari 58 höggum í gær á lokahringnum í scramblinu á sunnudaginn og settu nýtt vallarmet í mótinu.

Samtals voru Kuchar og English á 34 undir pari 182, og spiluðu síðustu 28 holurnar  í Tiburon á 25 undir. Þeir hófu keppnina á 64 höggum á föstudeginum, þar sem hvor þeirra tók högg til skiptis og voru á 60 í betri bolta á laugardeginum.

Kuchar/English liðið átti 7 högg á þá Retief Goosen og Fredrik Jacobsen og jöfnuðu þar með líka mótsmetið á mesta mun á liði í 1. og 2. sæti, en fyrra met áttu þeir Curtis Strange og Mark O’Meara og settu þeir það í 1. Fredrik Templeton mótinu árið 1989.

„Þetta var skemmtileg vika,“ sagði Kuchar . „Þetta er eitt af uppáhaldsmótum mínum á árinu. Ég vildi óska að það væru fleiri liðakeppnir. Ég geri mér grein fyrir að það er erfitt að blanda saman mismunandi keppnisformum á árinu en það að vera með félaga er skemmtilegt. Það er gaman að standa sig vel.“

Kuchar og English, sem kom í stað meidds Brandts Snedeker unnu sér inn $385,000.

„Þetta er svo afslappað mót,“ sagði Harris. „Það er virkilega svalt að vera hluti af þessu móti.“

Goosen og Jacobsen luku keppni á 61 höggi, en áttu lítinn möguleika á að ná sigurvegurunum.

„Þetta var ótrúlegt, þvílík sýning,“ sagði Jacobson. „Báðir voru að pútta vel og þeir eru pottþéttir í slættinum, þannig að við urðum að bæta leik okkar. En þeir spiluðu svo vel að það var bara ekkert hægt að gera.“

Lee Westwood og Ian Poulter voru á 59  höggum og urðu í 3. sæti og  Chris DiMarco og Billy Horschel voru í 4. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Franklin Templeton Shootout SMELLIÐ HÉR: