Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 20:45

Afmæliskylfingur dagsins: Paul McGinley ——- 16. desember 2013

Það er írski kylfingurinn Paul McGinley og aðstoðarfyrirliði undanfarandi Ryder Cup liða Evrópu  og fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu sem keppir í Gleneagles, Skotlandi á næsta ári, sem er afmæliskylfingur dagsins. McGinley er fæddur 16. desember 1966 og því 47 ára í dag. Meirihluti kraftaverkaliðs Evrópu í Medinah var á því að gera ætti McGinley að fyrirliða liðs Evrópu í Ryder Cup. Þar beittu landar McGinley sér einkum fyrir því að hann yrði fyrirliði m.a. Rory McIlroy og Pádraig Harrington.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, 16. desember 1940 (73 ára);  Brian Clark, 16. desember 1963 (50 ára stórafmæli!!!!);  Cathy Johnston-Forbes, 16. desember 1963 (50 ára stórafmæli!!!);  Brent Franklin, 16. desember 1965 (48 ára);  Page Dunlap, 16. desember 1965 (48 ára);  Wendy Doolan, 16. desember 1968 (45 ára);  Trevor Immelmann 16. desember 1979 (34 ára); Connie Isler, 16. desember 1983 (30 ára stórafmæli!!!); Lauren Doughtie, 16. desember 1986 (27 ára)   ….. og …..