Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2013 | 21:15

PGA: Connor og Stewart Cink sigruðu í feðra/sona mótinu

Stewart og Connor Cink sigruðu á feðra/sona mótinu (ens: PNC Father/Son Challenge) í gær, þ.e. sunnudaginn 15. desember eftir að þeim tókst að setja niður tvo erni á síðustu 5 holum sínum. Þeir áttu 3 högg á næstu menn í þessu scramble móti.

Connor Cink, sem er fyrstaársnemi í Clemson, sem fannst hokkí skemmtilegra en golf sem táningur, kom feðgunum yfir þegar hann sökkti 10 metra arnarpútti  á 14. holu.  Pabbinn, Stewart Cink setti síðan niður 7 metra arnarpútt á 18. holunni. Þeir voru á 11 undir pari, 61 höggi og á samtals 22 undir pari.

„Við hittum bara þarna úti,“ sagði Stewart Cink sem er sigurvegari Opna breska 2009.  „Þessar seinni 9 voru bara æðislegar.“

Hér má sjá heildarúrslitin:

SIGURVEGARAR: Stewart Cink/Conner Cink 61-61—122 (-23) $200,000/per lið

2 Steve Elkington/Sam Elkington 62-63–125 $68,625/lið
Vijay Singh/Qass Singh 64-61–125 $68,625/lið
4 Davis Love III/Dru Love 64-63–127 $50,000/lið
5 Jack Nicklaus/Gary Nicklaus 63-65–128 $48,500/lið
Curtis Strange/Thomas Strange 65-63–128 $48,500/lið
7 Raymond Floyd/Ray Floyd Jr. 66-63–129 $46,500/lið
Hale Irwin/Steve Irwin 64-65–129 $46,500/lið
9 Bernhard Langer/Christina Langer 66-64–130 $44,250/lið
Larry Nelson/Drew Nelson 67-63–130 $44,250/lið
Mark O’Meara/Shaun O’Meara 68-62–130 $44,250/lið
Lanny Wadkins/Tucker Wadkins 65-65–130 $44,250/lið
13 David Duval/Dean Karavites 64-68–132 $42,750/lið
Nick Faldo/Matthew Faldo 67-65–132 $42,750/lið
15 Lee Janzen/Connor Janzen 68-65–133 $42,000/lið
16 Sandy Lyle/James Lyle 67-67–134 $41,500/lið
17 Dave Stockton/Dave Stockton Jr. 68-67–135 $41,000/lið
18 Lee Trevino/Daniel Trevino 70-68–138 $40,500/lið
19 Fuzzy Zoeller/Gretchen Zappo 70-69–139 $40,250/lið
20 Nick Price/Greg Price 72-69–141 $40,000/lið