Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2013 | 16:00

Tiger ætlar að verja meiri tíma með Lindsey og börnunum

Lindsey Vonn keppir í dag í heimsbikarnum í bruni í Val d’Isere, Frakklandi og er undir aukinni pressu, þar sem Tiger er mættur á svæðið að fylgjast með henni.

Lindsey hefir verið dugleg að fylgjast með Tiger á þeim mótum sem hann hefir spilað í, en þetta er í fyrsta sinn sem Tiger hefir sést á móti sem Lindsey keppir í, síðan hann staðfesti í mars s.l. að þau væru saman.

Fyrsta mótið sem hún keppti í eftir slys sitt í Schladming í Austurríki, þ.e. við Lake Louise í Kanada, missti Tiger af þar sem hann var gestgjafi í móti sínu: World Challenge í Thousand Oaks, Kaliforníu.

Fjórtánfaldur risamótsmeistarinn (Tiger) og Lindsey sáust á kaffihúsi á aðalgötu Val d’Isere, eftir að Tiger var meinað að aka upp að dyrum lúxushótelsins, sem þau gista á, þar sem öllu var lokað fyrir fótgangandi áhugasama, sem ætluðu að fylgjst með útdrátti á rásröð fyrir brunið.

„Þetta hefir verið erfitt með ACL(anterior cruciate ligament)  meiðslin mín, en mér líður vel nú,“ sagði Lindsey við áhorfendur og áhugasama eftir að hún dró nr. 19.

Eftir að Tiger, sem var í dökkri dúnúlpu hnepptri upp í háls og dúðaður með hendur djúpt í vösum, gerði sér grein fyrir að ljósmyndarar hefðu komið auga á hann flúði hann inn í heimsbikarshótelið.

Nú s.l. fimmtudag, upplýsti Tiger að því  á vefsíðu sini tigerwoods.com að hann ætlaði að hvíla sig á golfinu í svolítinn tíma til þess að geta varið meiri tíma með Lindsey og börnum sínum.

Í hans eiginn orðum:

„Ég ætla að setja kylfurnar til hliðar smástund til þess að verja meiri tíma með börnum mínum og styðja kærustu mína, Lindsey Vonn, þar sem hún er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Sochi,“ sagði Tiger m.a.

„Ég hef gengist undir skurðaðgerð á hné og alla endurhæfinguna eftir það og farið í gegnum sársaukann í því sambandi og það er virkilega erfitt að útskýra það fyrir nokkrum nema sá hafi gengið í gegnum það.“

„Og síðan að koma aftur sem íþróttamaður, og treysta að allt sé á sínum stað, það er aftur allt annað mál.“

„Ég hef átt mína reynslu hvað þetta varðar – því miður – en ég held að það hjálpi henni á einhvern hátt því hún getur borið undir mig hvað hún geti átt von á. Þetta er pirrandi prósess og virkilega erfitt að ganga í gegnum hann.“

„Við lítum á íþróttagreinar okkar með svipuðum hætti,“ viðurkenndi Tiger.

„Við leggjum hart að okkur og erum undirbúin fyrir keppnistímabil okkar. Og svo þegar við leggjum í hann, gefum við því allt sem við mögulega höfum og höldum ekki aftur af okkur. Ég held að það sé dæmi um það sem við eigum sameiginlegt.“

„En hún verður að vera miklu aggressívari í íþrótt sinni en ég í minni. Þú ert að reyna að komast niður fjall á 130 km hraða á klst eða meira og maður verður að hafa adrenalínið og vera nógu ákveðinn til þess að gera það.

„Hvað mig varðar þá reyni ég að tóna allt niður andlega séð. Ég reyni að spila innra með mér og gera alla litlu hlutina. Þannig að þetta er öðruvísi að þessu leyti.“

Tiger bætti við: „Ég held að það sé undirbúningurinn sem við metum bæði og staðreyndin að við getur endurtekið það aftur og aftur og við höfum bæði gert þetta í langan tíma.“

Þetta er ekki bara skyndiblossi og maður gerir það ekki bara í 1 ár – hún er búin að vera að keppa í 13 ár og ég hef keppt í 18 ár. Hvað varðar Lindsey að keppa í Sochi, þá erum við bæði vongóð. Þetta byggist allt á hvernig hnéð á henni verður.“

Lindsey hefir sagt að Tiger hafi gert hana að „betri íþróttamanni“ þar sem hann hefir sýnt henni áður óþekkta hlið á pró-hegðun, skuldbindingu við líkamsrækt og hörku í andlegu hliðinni til þess að fást við pressuna.

„Þessi reynsla sem ég hef fengið hjá Tiger kemur til með að hjálpa mér í stóru mótunum,“ sagði Lindsey í janúar blaði Red Bulletin.

„Á Ólympíuleikunum eða Heimsbikarnum snýst þetta ekkert bara um 1 mínútu eða 1 1/2 mínútu sem maður er að keppa; maður er þarna í 2 vikur og er stöðugt í keppnisskapi og allt skiptir máli og allir eru að fylgjast með manni.“