Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2013 | 13:00

Andri Þór efstur á Dixie Amateur e. 1. dag!

Andri Þór Björnsson, GR, tekur þátt í Dixie Amateur Championship, sem fram fer á Heron Bay Golf Club, í Coral Springs, Flórída.

Mótið stendur dagana 19.-22. desember 2013.

Eftir 1 hring er Andri Þór í efsta sæti ásamt Richard Donegan, sem einnig er háskólanemi og spilar með Florida Atlantic University.

Báðir spiluðu  á 6 undir pari, 66 höggum.

Andra Þórs er getið í Miami Herald í dag þar sem segir m.a. um hann: „ Bjornsson was not only soaking in his good round but also the sunshine as he hails from Iceland and now plays for Nicholls State in Louisiana.“  (Lausleg þýðing: Andri Þór (Björnsson) naut ekki aðeins  góðs hrings síns heldur einnig sólskinsins, þar sem hann er frá Íslandi en spilar nú með Nicholls State (háskólanum) í Louisiana).