Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2013 | 09:00

Andri Þór í 12. sæti eftir 2. dag Dixie Amateur

Andri Þór Björnsson, GR, lék 2. hringinn á Diixie Amateur í gær, en mótið fer fram í Heron Bay Golf Club í Coral Springs, Flórída.

Mótið stendur dagana 19.-22. desember 2013.

Það var því miður 10 högga sveifla á hringjum Andra Þór þ.e. hann lék 1. hringinn á 6 undir pari, 66 höggum en 2. hringinn á 4 yfir pari 76 höggum.

Samtals er hann því búinn að spila á  2 undir pari, 142 höggum (66 76) og deilir sem stendur 12. sætinu.

Þátttakendur í mótinu eru 219 þannig að árangur Andra Þór er glæsilegur.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Dixie Amateur SMELLIÐ HÉR: