Moe Norman – Einn besti kylfingur heims í að slá bein högg – (8/8)
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg, Vegna þess hversu bein högg Moe voru var hann uppnefndur „Pipeline Moe.” Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957 og sigraði m.a. í 55 mótum um ævina, átti 3 hringi upp á 59 högg og nokkra upp á 60, hann á m.a. 34 vallarmet sem mörg hver eru enn í gildi og fór 17 sinnum holu í höggi. Þegar Mo var 5 ára lenti hann í slysi og var talið að hann hefði hlotið heilaskaða. A.m.k. varð Moe aldrei eins og fólk er flest, var einfari, sérvitur, þótti skrítinn Lesa meira
NK: Stjórn næstum óbreytt – skuldir 1.3 milljón
Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn fyrir tæpum 3 vikum, laugardaginn 30. nóvember 2013. Rúmlega 70 félagar sátu fundinn. Lögð var fram skýrsla stjórnar sem og reikningar sem voru samþykktir samhlóða. Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 57 milljónir og rekstrargjöld um 53 milljónir. Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var rekstrartap 4,9 milljónir. Heildarskuldir klúbbsins eru bókfærðar 1,3 milljón. Þær breytingar urðu á stjórn að Oddur Óli Jónasson kemur inn í stjórn í stað Þorvaldar Jóhannessonar sem setið hefur í stjórn klúbbsins sem ritari í fjögur ár. Í varastjórn kemur Þuríður Halldórsdóttir inn í stað Jónasar Hjartarsonar sem gaf ekki kost á áfram. Aðrir stjórnarmeðlimir gáfu Lesa meira
Ko með styrktarsamning við ANZ – Myndskeið
Nú eftir að Lydia Ko hefir gerst atvinnumaður tekur við mikið umstang samninga þ.e. við styrktaraðila og við fyrirtæki sem Ko ætlar að auglýsa fyrir. Einn af þeim bakhjörlum sem nýlega bættust við hjá Ko er ástralski bankinn the Australia and New Zealand Banking Group Limited, skammst. ANZ. Styrktarsamningur ANZ við Ko er til 3 ára. Vegna samningsgerðarinnar sagði Ko m.a.: „Það er frábært að hafa stuðning ANZ á þessum mikilvæga punkti á ferlinum þegar ég er að fara að spila alþjóðlega meðal atvinnumanna og við bestu kvenkylfinga heims.“ sagði Ko í fréttatilkynningu. „ANZ skilur að til þess að skila framúrskarandi árangri þarf ég sterkt lið að baki mér.“ „Lydia Ko Lesa meira
PGA: Best klæddu kylfingarnir 2013
Golf Digest hefir tekið saman lista yfir best klæddu kylfinga á PGA Tour 2013. Sjá má samantekina í máli og myndum með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Charlotte Thompson (1/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg: Bonita Bredenhann, Lucy Williams, Victoria Lovelady Lesa meira
Golfsvipmynd dagsins: Æft í íslenska vorinu!
Þessi mynd var sett á facebook af Golfklúbbi Reykjavíkur Unglingum. Hún sýnir ungan GR-ing við æfingar, jafnvel þegar veðrið er ekki upp á sitt besta. Það er hvergi slegið slöku við og æft af hörku!!!
GB: Glæsilegri inniaðstöðu komið upp!
Það er verið að koma upp glæsilegri inniaðstöðu fyrir kylfinga í Borgarnesi. Nýja æfingaaðstaðan er 300 fm og er staðsett að Brákarey. Þar er að finna allt sem prýða þarf fyrsta flokks æfingaaðstöðu innanhúss: stórt púttæfingasvæði, vippæfingasvæði og 4 æfingabásar. Meðfylgjandi myndir birti framkvæmdastjóri GB af uppbyggingu nýju æfingaraðstöðunnar á facebook:
Afmæliskylfingur dagsins: Alfredo Garcia Heredia – 19. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Alfredo Garcia Heredia. Hann er fæddur 19. desember 1981 og á því 32 ára afmæli í dag. Hann komst í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010 og spilaði því á Evrópumótaröðinni 2011. Hann reyndi haustið 2011 við 2. stig Q-school PGA, en líkt og Birgir Leifur Hafþórsson, komst hann ekki í gegn – en þeir öttu m.a. kappi hvor við annan þá. Árið 2012 reyndi Alfredo m.a. fyrir sér á 1. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour í Pine Mountain, Georgíu en dró sig úr mótinu síðasta daginn. Árið 2012 hefir verið ansi dapurt en Alfredo fékk aðeins að leika í 3 mótum á Áskorendamótaröð Evrópu og besti árangurinn í Lesa meira
Sterkir þáttakendur í Volvo China Open
The Volvo China Open fer fram 24.-27. apríl 2014 í Genzon Golf Club, Shenzhen, í Suður-Kína. Nokkrir af sterkustu kylfingum heims hafa boðað þátttöku sína þar og nægir þar að nefna: Henrik Stenson, Jason Dufner og Ian Poulter. Þetta er í 82. Volvo mótið á Evrópumótaröðinni. Sigurlaunin eru ekki af verri endanum eða $ 3.3. milljónir. Volvo sér um skipulagningu mótsins ásamt kínverska golfsambandinu og Evrópumótaröðinni og OneAsia mótaröðinni.
Um grein Michael Kelly: „Góðar ástæður fyrir golfklúbbum þar sem körlum er einum veitt félagsaðild“ (1/5)
Michael Kelly skrifar grein í The Scotsman, sem á frummálinu heitir „Good reasons for male-only clubs.“ Lesa má greinina með því að SMELLA HÉR: Þar dregur Kelly fram ýmis rök til stuðnings tilverurétti golfklúbba þar sem aðeins karlmenn mega eiga félagsaðild að. Rökin eru hefðbundin þar týnir Kelly fyrst til venjuna, sbr. („It takes a powerful argument to overcome that length of tradition and none has so far been found to overwhelm the preferences that these clubs express.“ – Lausleg þýðing: Það þarf sterk rök til þess að fella burt svo langa venju og að svo komnu hafa engin (rök) fundist, sem eru sterkari en sá framdregni valkostur, sem þessir klúbbar Lesa meira










