Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 10:30

George O´Grady: „Ég hef fengið að gjalda fyrir Sergio Garcia ummælin í Wentworth.“

George O’Grady hefir átt betri ár en 2013. Framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar hlaut mikla gagnrýni, þ.á.m. frá stórkylfingum fyrir skipulag fyrstu Final Series. En einnig nú í maí s.l. voru gagnrýnisraddir gegn framkvæmdastjóranum háværar þegar hann reyndi að koma Sergio Garcia til varnar vegna „djúpsteikta kjúklings commenti“ Sergio við Tiger, en beindi þar með allri athygli að sér.

Í beinni sjónvarpsútsendingu sagði O´Grady: „Flestir vina Sergio eru litaðir kylfingar frá Bandaríkjunum.“  Hann var undireins undir harðri gagnrýni frá kynþáttaréttindahópum og fréttamönnum vegna fornlegs orðalags síns. Framkvæmdastjórastaða hans þótti jafnvel vera í hættu á tímabili.

Nú í fyrsta sinn tjáir O´Grady sig um Wentworth atburðinn og allri neikvæðninni sem beint var að honum og þann erfiða tíma sem hann gekk í gegnum og hversu særður hann er enn vegna einstakra þátta atburðarins. Þau eru að verða 9 árin sem O´Grady hefir setið í framkvæmdastjórastól.

„Wentworth var mjög lærdómsríkt,“ sagði hinn 64 ára O´Grady.  „Ég gerrði mistök í orðavali og var refsað fyrir.  Það var ekki ein grein sem sagði: „Sjáið hvað hann hefir þrátt fyrir þetta gert í Afríku, Thaílandi, Kína, Indlandi og í löndum um heim allan, sem öll hafa stutt mig persónulega.“

Staðreyndin að O´Grady er kominn á sjötugsaldur þykir renna stoðum undir að hann verið ekki í framkvæmdastjórastöðunni miklu lengur. Þegar og ef hann hættir þá er Norður-Írinn (O´Grady) viss um að hann skilur Evrópumótaröðina eftir í góðum málum.

„Ég gæti hætt núna og túrinn væri í góðri stöðu,“ sagði O´Grady. „Golf er íþróttagrein á ólympíuleikunum, við erum með gríðarstóra útsendingar samninga og það eru enn stærri styrktaraðilar að koma um borð. Við erum með framkvæmdastjóra og forsætisráðherra sem hafa sem einstaklingar boðið fram stuðning sinn og það er mikill stuðningur frá öðrum mótaröðum utan Ameríku sem vilja vinna með Evrópumótaröðinni. Ef maður er ekki öruggur með strúktúrinn sem til staðar er þá verður maður aldrei öruggur með neitt.“

„Við höfum alltaf haft strúktúrinn í lagi. Við höfum orðið fyrir neikvæðri umfjöllun vegna mismunandi atriða á þessu ári, sem veldur vonbrigðum þegar hún á sér stað en það breytir ekki stúktúrnum sem til staðar er, sem veitir okkur styrk í framtíðinni.

„Svo lengi sem leikmennirnir eru með mér held ég áfram. Ég læt ekki það sem ég kalla heimskulega gagnrýni hafa áhri á mig. Ef maður fer að trúa öllum hrósyrðunum um mann þá fer maður líka að trúa gagnrýnisröddunum.“

„Munurinn milli ráða og gagnrýni er ansi lítill, það er bara spurning um hverng þetta er sett fram stundum. Þegar gæinn í speglinum segir við mig að ég hafi ekki staðið mig vel, þá hætti ég.“

Umræðum um að heimholukeppnismeistaramót snú aftur til Englands og sérstaklega London Club halda áfram. „Ef það gerist ekki þá erum við nú í stöðu, sem við höfum ekki verið í lengi, þar sem við getum ákveðið hvert við viljum fara,“ sagði O´Grady.

Umræður um breytingar á Final Series fara fram í ársbyrjun 2014: Ernie Els, Sergio García og  Charl Schwartzel  spiluðu ekki á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí á þessu ári vegna m.a. gagnrýni á erfiðleika dagskrárinnar. Aðrir hafa látið í ljós óánægju sína með fyrirkomulagið bæði opinberlega og/eða í einkasamræðum við O´Grady.

„Topp kylfingarnir mega hafa sínar skoðanir í fjölmiðlum,“ segir   O’Grady. „Þeir hafa sínar einstaklingsbundnu skoðanir.  Umboðsaðilar þessara kylfinga hafa sínar skoðanir líka, framkvæmdastjórar þeirra en þær geta líka breyst í einni hendingu.“

„Þeir geta verið með skoðanir án ábyrgðarinnar sem fylgir því að koma þeim í framkvæmd. Lítið á hvað við höfum gert á þessum tíma og ákveðið; þeir eru í raun allir að tala um hvað þeir gætu hafa gert.“