Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 14:45

Tiger: „Golfið hefir breyst“

Tiger Woods, 37 ára náði aftur 1. sæti heimslistans í ár og vann 5 mót á árinu 2013, þannig að árið hefir verið honum gott.

En þetta er samt líka 5. árið í röð sem honum hefir mistekist að sigra á risamóti. Síðasta risamótstitil sinn í golfinu vann Woods s.s. allir vita á Opna bandaríska í júní 2008.

„Golfið hefir breyst. Þetta er orðin ný kynslóð stráka,“ sagði hann í viðtali við Gulf Today.  „Ég hef líklega spilað oftar gegn Ernie Els en nokkrum öðrum því hann spilar í svo mörgum alþjóðlegum mótum; næstoftast hef ég líklega spilað á móti Vijay (Singh) og Phil (Mickelson) sá þriðji.  En í gegnum árin hef ég líka spilað mikið á móti Goose (Retief Goosen) og (David) Duval.“

„Þeir eru allt öðruvísi í dag. Þetta eru allt náungar 40-50 ára. Svo erum við með nokkra yngri góða sá yngsti líklega  Rory (McIlroy).

„En það er líka mikið af gæjum á tvítugs og þrítugsaldri á blómaskeiði sínu.“