
Kaymer og Ko segja þjálfurunum sínum upp
Leiðir Lydiu Ko og þjálfara hennar til langs tíma, Guy Wilson, hafa skilið.
Þau tvö hafa starfað saman frá því Ko var 5 ára og á 10 árum hefir Wilson áorkað því að Ko er nr. 4 á heimslistanum aðeins 15 ára.
Sem ástæðu skilnaðarins sagði Lydia að Wilson væri skuldbundinn í verkefnum í Nýja-Sjálandi og það þýddi að hún gæti aðeins hitt hann 10 sinnum á ári. „Þetta virkar ekki fyrir mig og það er þess vegna sem mér fannst betra að hafa þjálfara sem væri staðsettur einhvers staðar í Bandaríkjunum,“ sagði Ko m.a.
„Við höfum varið miklum tíma saman s.l. 10 ár og á þeim tíma hef ég orðið mjög náinn Lydiu og fjölskyldu hennar. Á meðan að ég er ótrúlega svekktur yfir að 11 samstarfi okkar sé lokið, þá virði ég Lydiu og ákvörðun liðs hennar,“ sagði Wilson.
„Þegar ég hitti hana fyrst voru golfkylfurnar hærri en hún og hún vissi ekkert um dræver eða pútter, en nú er hún með eina mest öfunduðu sveiflu í kvennagolfinu.“
Talið er að David Leadbetter verði næsti þjálfari Lydiu.
Og það er annar kylfingur sem er að segja skilið við þjálfarann sinn.
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer, sem setti niður sigurpúttið í undra Ryder keppninni í Medinah er öfugt við Ko að snúa aftur til langtíma þjálfara síns Günter Kessler, en er skilinn að skiptum við þjálfara sinn Pete Cowen, sem hefir m.a. verið að taka Kaymer í gegn í stutta spilinu.
„Vinnan með Pete hefir fært mér margt og aukið möguleika mína á golfvellinum. En þegar litið er á útkomuna, þá verð ég að vera sjálfsgagnrýninn og segja að ég hafi ekki verið sáttur,“ en Kaymer hefir ekki sigrað í ár og er sem stendur í 39. sæti á heimslistanum.
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022