Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2013 | 23:30

Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Chopra —– 23. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Daníel Chopra.  Daniel Samir Chopra fæddist 23. desember 1973 í Stokkhólmi og á því 40 ára merkisafmæli í dag!!! Hann á sænska móður og indverskan föður og fluttist 7 ára til Indlands, þar sem hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum. 14 ára sigraði hann All-India Junior Golf Championship. Árið 1992 gerðist Chopra atvinnumaður í golfi. Á árunum 1996 til 2002 spilaði hann á Evróputúrnum og náði stundum ekki að endurnýja kortið sitt, en árið 2004 komst hann á PGA Tour.

Árið 2007 vann hann fyrsta mót sitt á PGA Tour þ.e Ginn sur Mer Classic í Tesoro. Eftir tvö önnur PGA Tour mót náði hann að sigra að nýju á PGA Tour nú á  Mercedes-Benz Championship, þ.e. í 1. sinn sem mótið var haldið. Eftir 2. sigur sinn flakkaði Chopra milli PGA Tour og 2. deildarinnar þ.e. Nationwide Tour (nú Web.com Tour).

Eftir erfitt ár 2010 þar sem hann náði aðeins 8 sinnum að komast í gegnum niðurskurð af 28 PGA Tour mótum sem hann spilaði á var hann aftur kominn í 2. deild.  Hann vann hins vegar Fresh Express Classic á TPC Stonebrae árið  2011 á Nationwide og hlaut kortið sitt að nýju fyrir 2012 efrti að hafa landað 19. sæti peninglistans.  Hann varð hins vegar i 188. sæti peningalistans 2012 og var aftur farinn að spila á Web.com Tour 2013. Þar varð hann í 21. sæti peningalistans og spilar því aftur á PGA Tour árið 2014!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Herman Barron,f. 23. desember 1909 – d. 11. júní 1978;  John Bickerton, 23. desember 1969 (44 ára);  ….. og …

Eyrún Birgisdóttir (61 árs)

Guðmundur Freyr Hansson (51 árs)

Sigurbjörg Ragna Arnarsdóttir (43 ára)

 

Pétur Andri Ólafsson (21 árs)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is