Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 14:30

Sergio Garcia styður fótboltalið heimabæjar síns á Spáni

Sergio Garcia hefir ekki bara áhuga á golfi heldur einnig fótbolta. Þannig er hann forseti heimaklúbbs síns CF Borriol, í heimahéraði sínu Castellon á Spáni.

Hann fær að æfa með liðinu og af og til að spila og eins styður hann CF Borriol fjárhagslega og hefir varið miklum peningum í allt uppbyggingarstarf innan knattspyrnuklúbbsins.

„Þetta er gaman og hvenær sem ég er heima fæ ég að æfa og spila svolitið hér og þar með þeim. Á þessu keppnistímabili hef ég líklega leikið svona í 5 leikjum, sem er ekki mikið en þetta er skemmtilegt sagði Garcia í Living Golf þættinum á CNN

Sjá með því að SMELLA HÉR:  (Skrollið niður í greininni – Viðtal CNN við Garcia er þar eftir smá auglýsingu). 

Garcia er mikill aðdáandi Real Madrid en þegar kemur að heimahéraðinu hefir stuðningur hans alltaf skipst milli Bernabeu og Borriol, en síðastnefnda félagið, félag Garcia spilar í 3. deild á Spáni.