
Lee Westwood ekki með í Ryder Cup?
Nú eru „bara“ 9 mánuðir í næstu Ryder Cup keppni.
Eins og staðan er nú lítur svo út að Lee Westwood verði ekki með, …. nema hann verði eitt af „villtu kortum“ fyrirliða Evrópu, Paul McGinley.
Ef hann ætlar sér að vera með í Gleneagles verður Westy að spila mun betur fyrstu 6 mánuði ársins 2014 en hann hefir gert síðustu 6 mánuði ársins sem er að líða.
Þetta er alger synd því einungis Sir Nick Faldo, Bernhard Langer, Colin Montgomerie og Seve Ballesteros hafa safnað fleiri stigum fyrir Evrópu í Ryder Cup keppnum en hann frá því að hann spilaði fyrst í þessari vinsælu liðaholukeppni karla í Valderrama árið 1997.
Westwood sem verður 41 árs á næsta ári hefir ekki sigrað í móti í 18 mánuði.
Hann hefir farið úr 7. sæti heimslistans í ársbyrjun niður í 25. sæti heimslistans.
Flutningur hans til Bandaríkjanna, sem hann vonaði að myndi hleypa nýju lífi í golfleik han,s virðist hafa haft gagnstæð áhrif.
„Ég gef árum mínum ekki einkunnir, en ef ég ætti að gera það, myndi árið í ár fá einkunnina „C“, sagði Westy hreinskilningslega.
Hann er núna í 29. sæti stigalega séð um að komast sjálfkrafa í Ryder bikars keppnina.
Ef setja ætti saman lið Evrópu í dag myndi það líta svo út: Ian Poulter, Thomas Björn, Victor Dubuisson, Henrik Stenson, Sergio Garcia, Jamie Donaldson, Justin Rose, Rory McIlroy, Gonzalo Fernandez-Castaño plús þrjú „villt kort“ sem Paul McGinley hefir.
Luke Donald vann í Japan í síðasta mánuði, Graeme McDowell hefir þrívegis unnið í ár beggja vegna Atlantsála og báðir eru ofar en Westy á stigalistanum. Miklu líklegra þykir að McGinley velji þá en Westy.
Þá er eitt sæti eftir og ekki ólíklegt að það fari til Martin Kaymer eða Nicolas Colsaerts sem báðir voru með í Ryder Cup keppninni í Medinah og Colsaerts stóð sig þar að auki æðislega í Royal Trophy, sem lauk nú um helgina og er svipuð keppni og Ryder Cup.
Eins verður McGinley að velta fyrir sér Francesco Molinari og Paul Lawrie sem og hinn aldna Miguel Angel Jimenez og e.t.v. einnig Matteo Manassero, sem stóð sig vel í Seve Trophy, sem Westy tók ekki þátt í, ja eða þá Joost Luiten og Thorbjörn Olesen, en sá síðastnefndi var einnig frábær í Royal Trophy.
Ef Westwood væri að spila eins og sá Westwood sem við þekkjum, þá myndi ekki vera nein samkeppni: hann væri með. En hann er, eins og er, ekki með sjálfkrafa og ansi erfitt að sjá að Paul McGinley geti gengið framhjá einhverjum framangreindum frábærum kylfingum í þau þrjú sæti sem hann fær að skipa í.
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022