
Inbee Park með golfafrek ársins 2013?
Nú keppast golffjölmiðlar við að rifja upp árið 2013, sem er að líða.
Er mögulegt að golfafrek ársins 2013 hafi verið unnið af 25 ára kóreönskum kylfingi og það kvenkylfingi…. Inbee Park?
Inbee átti svo sannarlega eftirminnilegt og sögulegt ár í golfinu, 2013, en hún sigraði á 3 risamótum kvennagolfsins af 5, sem er erfitt afrek á hvaða mótaröð heims sem er og LPGA, er þar að auki besta kvenmótaröð í golfinu í heiminum.
Leita verður aftur til ársins 1986 þ.e. 27 ár aftur í tímann til þess að finna afreki Inbee hliðstæðu en það ár vann Pat Bradley (frænka Keegan Bradley) 3 risamót af 4 í kvennagolfinu.
En afrek Inbee var glæsilegra því hún vann 3 fyrstu kvenrisamótin í röð og átti um miðbik ársins á Opna breska í kvennagolfinu séns á „Grand Slam-i“ en fataðist flugið og það var hin bandaríska Stacy Lewis sem stóð uppi sem kvenrisamótsmeistari á Opna breska 2013.
Inbee átti þá enn möguleika á að ná að sigra á 4 risamótum þar sem í ár var var Evian Masters í fyrsta sinn leikið sem risamót, en þar sigraði s.s. allir muna „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, en Inbee Park átti titil að verja í mótinu.
Þrátt fyrir að ekki hafi allir sigrar unnist sem vonir stóðu um hjá Inbee er ekki laust við að hún hafi unnið golfafrek ársins 2013, því sambærilegt afrek verður að öllum líkindum seint unnið í karlagolfinu, þó margt sé um ekki síður glæsileg og eftirminnileg afrek á árinu 2013 á því sviði sbr. að Adam Scott varð fyrsti Ástralinn til þess að klæðast Græna Jakkanum á the Masters og Tiger sýndi aftur yfirburði og snilli sína með því að sigra 5 sinnum á PGA Tour!
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022