Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2013 | 12:00

Charley Hull farin að njóta afraksturs golfvelgengninnar (5/5)

Lee Scarbrow, fyrrum þjálfari Ian Poulter segir að Charley Hull sé mun hæfileikaríkari en fyrrum nemandi hans (Poulter).

En Charley virðist miklu spenntari yfir að hafa fá Rolex úr sem nýliði ársins, – hún fékk það fyrr í mánuðnum í Dubai, en gat ekki tekið við því á réttum tímapunkti.

Þau eru falleg Rolex kvenúrin - sum eins og þetta úr 14k gulli með glitrandi demöntum

Þau eru falleg Rolex kvenúrin – sum eins og þetta úr 14k gulli með glitrandi demöntum

„Omega Ladies mótið var á sama tíma þannig að ég gat ómögulega verið með Rolex úr þar. En ég fæ það fljótlega. Ég hef ekkert dekrað við mig að undanteknu tvennu. Þegar ég spilaði í fyrsta mótinu mínu í Marokkó og varð í 2. sæti keypti ég Mulberry handtösku handa mér. Það var svalt.“

Mulberry 2013 handtaska. Ef vel gengur í golfinu er hægt að uppfylla ýmsa drauma. Charley er aðdáandi Mulberry. Hvort þetta er taskan sem hún keypti skal hins vegar látið liggja milli hluta - úrvalið hjá Mulberry er geysimikið og ekki fylgdi sögunni hvernig Mulberry tösku Charley valdi sér.

Mulberry 2013 handtaska. Ef vel gengur í golfinu er hægt að uppfylla ýmsa drauma. Charley er mikill aðdáandi Mulberry. Hvort þetta er önnur af tveimur Mulberry töskum, sem hún keypti skal hins vegar látið liggja milli hluta – úrvalið hjá Mulberry er geysimikið og ekki fylgdi sögunni hvernig Mulberry töskur Charley valdi sér.

„Eftir Solheim Cup keypti ég mér enn aðra Mulberry handtösku. Ég elska að versla í Topshop og Zara – og tískusmekkurinn minn er að verða aðeins dýrari vegna þess að mér gengur virkilega vel.“

Hún þrífur fram farsíma sinn og fer að sýna blaðamanni myndir af sér og eldri systrum sínum að versla í John Lewis í Milton Keynes. „Mamma tók þessar myndir þannig að þær eru hræðilegar…“ Charley hlær

Blaðamaður ýjar að því að það hljóti nú að vera gott að geta  slappað af frá golfinu í svolítinn tíma.

„Nei,“ andmælir hún. „Ég set þær aldrei til hliðar. Ég og vinir mínir erun að fara til Mallorca í 5 daga – þeir eru góðir kylfingar þannig að við munum spila 5 frábæra hringi. Ég hætti aldrei að æfa mig. Ég væri með samviskubit ef ég gerði það. Mér líkar við tilfinningu þess að ég taki framförum og afreki eitthvað. Ef ég fer í búðarráp á kvöldin finnst mér alltaf mikilvægt að hafa æft á morgnanna. Jafnvel á jóladag pútta ég í garðinum meðan pabbi býr til morgunverð.“

Nýliðinn 17 ára, Charley Hull,  varð í 6. sæti á peningalista Evrópumótaraðar kvenna (LET) 2013 og hún er mjög metnaðargjörn. „Ég vil verða besti kylfingur í heiminum. Ég vil hafa náð því áður en ég verð 21 árs. Þangað til er þetta bara kennslukúrva en ég er alltaf að verða betri. Og vitið þið hvað?  Ég held virkilega að það að verða nr. 1 á heimslistanum sé betra en að verða njósnari!!! (Varðandi það sjá grein nr. 1 um Charley Hull SMELLIÐ HÉR) 🙂

Charley Hull óskar öllum gleðilegrar hátíðar og má sjá kveðju hennar nánar með því að SMELLA HÉR: