Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2013 | 17:30

Kynskiptingnum Bobbi Lancaster dreymir um að spila á LPGA – Myndskeið

Fyrir 3 árum hét læknirinn Bobbi Lancaster enn Robert Lancaster, en við kynskiptaaðgerðina var nafnið aðeins eitt af mörgu sem breyttist.

Bobbi er í dag 63 ára og dreymir um að spila á LPGA.

Hún segist vera högglengri en flestar kynsystur sínar, vegna magnsins af testosteróni sem hún var með mestan part lífs síns í líkamanum, en hún segir að í dag gæti hún alveg keppt við sér yngri konur á LPGA á jafnræðisgrundvelli.

Eða í hennar eigin orðum: „Ég er ekki að sækjast eftir samúð. Kannski má búast við þessu þegar verið er að reyna að sameina 63 ára kynskipting sem lokið hefir mestallri samkeppni og er þar að auki læknir í hálfu starfi með 20 og eitthvað ára sem eru í góðu formi og  að hefja ferla sína…. en þetta er mitt val. Þetta er þar sem mér finnst leikur minn vera á sem mestum jafnræðisgrundvelli.“

Sjá má áhugavert viðtal og myndskeið við kynskiptakylfinginn Bobbi Lancaster með því að SMELLA HÉR: