Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2013 | 14:00

GMac kvænist aftur í Royal Portrush

Svo sem flestir sem fylgjast með golfi vita kvæntist nr. 14 á heimslistanum, Graeme McDowell (oft nefndur G Mac) sinni heittelskuðu, Kristínu Stape á Bahamas eyjum.

Margir ættingja og vina G Mac sáu sér ekki fært að vera viðstaddir athöfina, þannig að hún var endurtekin s.l. sunnudag 30. desember 2013 í norður-írska bænum Portrush, þar sem hinn frægi Royal Portrush golfvöllur er, þar sem G Mac hefir unnið ýmsa sigra.

Á sunnudaginn var einungis fjölskylda og nánir vinir GMac og Kristínar viðstaddir, en þau voru gefin saman í 2. sinn, nú í Ballywillan Presbyterian kirkjunni.

Það var Rev Dr Stephen Williamson, sem gaf hjónin saman í 2. sinn og blessaði hinn 34 ára GMac og innanhúshönnuðinn hans og eiginkonu Kristínu Stape.

GMac bað Kristínar fyrir ári síðan á þyrlupalli Al Burj hótelsins í Dubai – en hún er ein hæsta bygging heims Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: