Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 14:30

Rose endurnýjar samninga við TaylorMade – Stenson áfram hjá Callaway

Henrik Stenson, nr. 3 á heimslistanum, upplýsti að hann hefði gert samning til fjölda ára við golfvörurisann Callaway, en í samningnum heitir hann því að nota áfram Callaway kylfur og nota lógó fyrirtækisins á poka sínum.

Leikmaður ársins á Evrópumótaröðinni 2013, Henrik Stenson þakkar Callaway kylfium m.a. góðan árangur sinn á árinu 2013: en hann vann m.a. tvívegis á PGA Tour, varð í 2. sæti á Opna breska og 3. sæti á PGA Championship risamótunum, nú fyrir utan að vinna FedExCup og lokamót Evrópumótaraðarinnar og verða efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála.

„Eftir að hafa átt besta keppnistímabil ferils míns 2013 með því að nota Callaway járn og tré, þá er ákvörðunin um að endurnýja samninginn við Callaway mjög eðlileg,“ sagði Stenson m.a. í fréttatilkynningu. „Ég hlakka til áframhaldandi árangurs árið 2014 og því að vera hluti af Callaway fjölskyldunni.“

Aðrir sem orðnir eru hluti af „Callaway-fjölskyldunni“ er bandaríski kylfingurinn snjalli Harris English, sem tilkynnti um samning sinn við Callaway s.l. fimmtudag.

Ríkjandi meistari Opna bandaríska Justin Rose framlengdi samning sinn við TaylorMade um 5 ár. Rose líkt og Stenson tvítaði í gær eftirfarandi um þennan framlengingarsamning sinn:

„Pleased to say that I have re-signed with @Taylormadegolf and ashworthgolf for another 5 years. http://t.co/44K9pHTCdQ

— Justin Rose (@JustinRose99) January 3, 2014

Þegar Rose sigraði á Opna bandaríska var hann m.a. með eftirfarandi TaylorMade kylfur í pokanum: 9.5° R1 dræver, 16.5° RBZ Stage 2 Tour HL 3-tré, RBZ Tour (3-6) og Tour Preferred MB járn (7-PW), ATV wedges (52°, 56,° 60°), Spider Blade pútter and Lethal bolta.

Loks mætti geta þess að Vijay Singh fylgdi fyrrum framkvæmdastjóra Cleveland Golf, Greg Hopkins, í nýtt fyrirtæki hans Hopkins Golf og nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park,  gerði ábatasaman samning við Cleveland til margra ára um að spila með golfútbúnaði frá Cleveland Golf/Srixon og nota m.a. Srixon golfbolta.