Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 12:00

Frægir kylfingar: Charles Barkley: „Dræverinn minn var frosinn“

Körfuboltakappinn Charles Barkley er með eina undarlegustu sveiflu í golfi, sem þekkist.

Hann er líka þekktur fyrir allskyns neyðarlegar uppákomur úti á golfvelli og sagt í gríni að enginn áhorfandi sé öruggur á vellinum þar sem Barkley er nærri.

Ef spyrja ætti Charles Barklay að því hvað sé það neyðarlegasta sem komið hafi fyrir hann úti á golfvellinum, þá er eftirfarandi atburður sem náðist á meðfylgjandi myndskeið eflaust þar á meðal.

Þar braut Barkley dræver sinn á 1. teig í góðgerðarmóti þar sem fjöldi áhorfenda var að.  Aðspurður eftir á af hverju hann hefði brotið dræverinn svaraði hann því til að „hann (dræverinn) hefði verið frosinn.“

Kylfan brotna var árituð og gefin til góðgerðarmála og Barkley reyndi að gera gott úr þessu með því að segja að hann hefði verið undrandi að kylfuhöfuðið hefði farið lengra en boltinn. Barkley er þrátt fyrir sveiflu og ýmsar uppákomur góður golfari a.m.k. verður að dást að þrautseigju hans í golfleiknum, en hann spilar mikið golf!

Hér má sjá myndskeiðið af Barkley að brjóta dræverinn sinn SMELLIÐ HÉR:   (Sjá frá u.þ.b. 1:20 mín)

Ofangreindur atburður átti sér stað fyrir tæpum 3 árum (2011) og árið eftir 2012 var Barklay valinn versti „frægi kylfingurinn“ af Golf Channel.  Hvers vegna má m.a. sjá þegar sveifla hans er brotin niður í meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: 

Þess má loks geta að Barkley sjálfur er þekktur fyrir að segja að sveifla sín sé „turrible“ eða hræðileg! … en það skiptir engu máli meðan hann hefir gaman af því að spila …. og drepur ekki nokkra áhorfendur í leiðinni!!!