Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingar dagsins: Tinna Ósk og Þórður Emil – 4. janúar 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir:  Tinna Ósk Óskarsdóttir, GO,  og Þórður Emil Ólafsson, formaður GL.

Tinna Ósk er fædd 4. janúar 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Fjölskylda Tinnu Ósk er þekktari í golfinu en frá þurfi að segja, foreldrar hennar báðir í golfi, sem og systur hennar tvær. Tinna Ósk byrjaði að spila golf 6 ára í Blommenslyst Golf Club í Óðinsvéum, meðan hún bjó enn með fjölskyldu sinni í Danmörku. Tinna Ósk hefir á golfferli sínum m.a. orðið  klúbbmeistari GKG, 2002 og í 2. sæti með kvennasveit GO, í sveitakeppni kvenna, árið 2007 og þá er aðeins fátt eitt talið.  Eins hefir hún verið golffararstjóri  hjá Golfleikjaskólanum, sem er í eigu móður hennar, í ferð til Himmerland Golf & Country Club í Danmörku, ferð sem enn er verið að tala um, sem einstaklega vel heppnaða og skemmtilega. Tinna Ósk starfar sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, er gift Vilhelm S. Sigurðssyni og eiga þau hjón einn son.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Tinna Osk Oskarsdottir · 30 ára  (Innilega til hamingju með daginn!!!)

Þórður Emil Ólafsson er fæddur 4. janúar 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Þórður Emil er endurkjörinn formaður Golfklúbbsins Leynis, GL, á Akranesi, nú s.l. desember.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Þórður Emil Ólafsson · 40 ára (Innilega til hamingju með daginn!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Toms, 4. janúar 1967 (47 ára); Björn Åkesson, 4. janúar 1989  – 25 ára (var nýliði á Evrópumótaröðinni 2013); Helga Kristín Einarsdóttir, NK, 4. janúar 1996 (18 ára)

  ….. og …..

Róbert Óskar Sigurvaldason (41 árs)

Björgvin Jóhannesson  (36 ára)

Alex Gunnarsson

 

Gestur Pálsson (49 ára)

Thor Aspelund (45 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is