Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 23:00

Natalie Gulbis gengin út!

Tvær af stærstu stjörnum LPGA hafa brotið hjörtu golfpiparsveina um allan heim. Fyrst komu fréttirnar af því að Paula Creamer hafi trúlofast flugmanninum sínum Derek Heath. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Og nú berast þær fréttir að Natalie Gulbis hafi gifst nú um jólin nánar tiltekið á Þorláksdag s.l. Sá lukkulegi heitir Josh Rodarmel og er fyrrum leikstjórnandi (ens. quarterback) í Yale í bandaríska ruðningsboltanum og er núverandi eigandi the Power Balance bracelet. Skötuhjúin tilkynntu um trúlofun sína s.l. júlí og eru nú herra og frú Rodarmel.  Natalie Gulbis Rodarmel  tvítaði eftirfarandi myndir frá brúðkaupsdegi sínum:  

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 22:30

Paul Casey og Pollyanna Woodward trúlofast

Enski kylfingurinn Paul Casey er enn einn kylfingurinn sem tilkynnir um trúlofun sína á þessu ári, en sú lukkulega er sjónvarpskynnirinn Pollyanna Woodward. Tilkynning um trúlofun hans kemur aðeins tæpri viku eftir að Rory McIlory og Caroline Wozniacki tilkynntu um trúlofun sína. Woodward tvítaði eftirfarandi um trúlofunina: “I’ve some special news @Paul_Casey & I are engaged, we’re so happy & hope that you’ve also had a great start to 2014″. Parið kynntist í Abu Dhabi þar sem Woodward var kynnir á formúlu 1 ásamt Eddie Jordan. „Bæði Paul og ég vorum að ganga í gegnum skilnað og eftir að minn var um garð genginn beið ég eftir að Paul kláraði sinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 15:00

Blackwelder fjölskyldan – fjölskylda kaddýa og kylfinga

Löngu áður en Mallory Blackwelder var grjón í pung föður síns var faðir hennar Worth farin að draga fyrir móður Mallory, sem þá var ein fremsta stjarna LPGA og hét Myra Van Hoose. Mallory lifði ferðatösku lífi þvældist frá einum mótsstað til hins næsta, þar sem móðir hennar keppti og faðir hennar dró fyrir hana og komst að því að hjónabönd kaddýa og kylfinga reynast oft bara ágætlega. A.m.k. var Mallory ekki sein á sér að segja „já“ þegar Julien Trudeau bað hennar nú í sumar, en Julien er kaddý hins snjalla kanadíska PGA Tour kylfings, Graeme De Laet.  Julien dró líka fyrir Mallory á síðasta keppnistímabili. „Þetta er fyndið,“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Miguel Ángel Jiménez – 5. janúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er enginn annar en „vélvirkinn“, spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez. Jiménez er fæddur 5. janúar 1964 í Malaga á Spáni og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Hann hefir verið kvæntur Monserrat Ramirez frá árinu 1991 eða í 23 ár og eiga þau tvo stráka, Miguel Ángel fæddan 1995 og Victor fæddan 1999. Jimenéz hefur verið uppnefndur “vélvirkinn” (The Mechanic), vegna ástríðu hans að gera við fremur en keyra rándýra bíla, sérstaklega rauða Ferrari bílinn, sem hann á. Jimenéz gerðist atvinnumaður 1983 en spilaði fyrst á Evróputúrnum árið 1988 og tók stöðugum framförum næstu keppnistímabil. Hans fyrsti sigur var árið 1992, þegar hann vann Piaget Belgian Open.  Alls hefir Jiménez sigrað 19 sinnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 13:00

Suzann Pettersen íþróttakona Noregs!

Norska frænka okkar, nr. 2 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims, Suzann Pettersen,  var valin íþróttakona ársins (nor: Årets kvinnelige idrettsutøver) í Noregi í gær á hinni árlegu „Idrettsgalla“ m.ö.o. íþróttahátíð Norðmanna. Jafnframt var hún valin Íþróttamaður ársins í Noregi, hlaut m.ö.o. Utøvernes pris á norsku,  ásamt skákmanninum Magnúsi Carlsen. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pettersen er valin íþróttakona Noregs en hún hlaut titilinn m.a. árið 2009. Sjá með því að SMELLA HÉR: og með því að  SMELLA HÉR:  Hins vegar mun þetta vera í fyrsta sinn sem kylfingur hlýtur Íþróttamannstitilinn (þ.e. Utøvernes pris) en þeim titli deildi Suzann, sem segir, með Magnúsi Carlsen, sem klárlega var sigurvegari kvöldsins með 4 verðlaun.  Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 10:00

GA: Enn laus sæti til Islantilla

Krakkarnir í GA eru að fara í æfingaferð til Islantilla n.k. apríl og eru enn laus sæti í ferðina. Hér að neðan eru upplýsingar um ferðina: Flogið verður þann 02. apríl frá Kef kl. 08.30 og lent í Faro kl. 13.40 að staðatíma. Flugið heim þann 11. apríl frá Faro er kl. 12.40 og lent 16.50 í Keflavík. Verð á mann í tvíbýli fyrir æfingahópinn: 189,900 kr.       Verð á mann fyrir foreldra og aðra: í tvíbýli – 209,900 kr. (með golfbíl allan tímann, ótakmarkað golf) án golfs 160,900 kr í jr. svítu – 226,900 kr. án golfs 177,900 kr einbýli: 229,900 án golfs 171,900 kr   Innifallið fyrir æfingahópinn: Beint flug með Icelandair, flutningur á golfsetti, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 08:00

GR: Valgerður Proppé og Páll Bjarnason sigruðu í Ármótapúttmótinu

Áramótaklúbburinn hélt sitt árlega púttmót á Korpu á gamlársdag og mættu um 30 manns, konur og karlar. Áramótaklúbburinn hefur verið við lýði frá 1986 og haldið golfmót um hver áramót. Veðráttan ræður því svo hvort mótið er haldið úti eða inni. Keppnisfyrirkomulag að þessu sinni að tveir 18 holu hringir voru leiknir og taldi sá betri. Úrslit 2013 urðu þannig: Konur: Í fyrsta sæti varð Valgerður Proppé lék á 31 höggi, Þorbjörg Valgeirsdóttir á 33 varð önnur og Selma Hannesdóttir á 34 varð í þriðja sæti eftir bráðabana. Karlar: Páll Bjarnason á 28 höggum varð fyrstur eftir bráðabana við Eyjólf Jónsson sem varð í öðru sæti og svo varð Jónas Þorvaldsson þriðji Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 07:45

PGA: Zach Johnson í forystu TOC eftir 2. dag

Það er fyrrum Masters-sigurvegarinn (2007), Zach Johnson, sem leiðir á Kapalua eftir 2. dag Tournament of Champions (stytt í TOC). Hann lék 2. hring á 7 undir pari, 66 höggum og er samtals búinn að spila hringina tvo á 13 undir pari, 133 höggum (67 66). Þrír deila 2. sætinu 3 höggum á eftir: Dustin Johnson, sem ákvað á síðustu stundu að taka þátt (Golf 1 var áður búið að greina frá því að hann hefði hætt við þátttöku í mótinu vegna þráláts aumleika í háls- og hnakkavöðvum og að Rory Sabbatini myndi taka sæti hans); Matt Kuchar og Jordan Spieth. Þeir DJ, Kuch og Spieth eru allir 3 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 07:00

GL: Íþróttastjóri óskast til starfa

Auglýst er laus staða Íþróttastjóra Golfklúbbsins Leynis Íþróttastjóri gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur umsjón með skipulagi og þjálfun kylfinga í klúbbnum. Starfssvið: – Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun. – Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar barna og unglinga. – Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar afrekskylfinga. – Ábyrgð á þjónustu við almenna kylfinga á sviði þjálfunar. – Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn og nefndir klúbbsins. Menntunar- og hæfniskröfur: – Viðurkennt PGA golfkennaranám, PGA nemi, eða annað sambærilegt nám. – Reynsla af sambærilegu starfi kostur. – Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. – Geta til að tjá sig í ræðu og riti. – Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Kylfingur er að leita að boltanum sínum í karganum og kemur niður á eitthvað hart. Hann fálmar í háa grasinu og finnur gamlan olíulampa. Undir eins minnist hann sögunnar um þúsund og eina (1001) nótt  og hann nuddar lampann og sjá….  það gýs virkilega fram flöskuandi. Andinn varar kylfinginn við heldur pirraður: „Heyrðu, mundu eitt, það eru ekki í dæminu 3 óskir. Þú ert sá 12. sem finnur mig í dag. Ég er drulluþreyttur og meira en eina ósk get ég og vil ekki veita þér.  Hugsaðu því vel um hvað þú óskar þér!“ Maðurinn leggur höfuðið í bleyti í nokkurn tíma og segir: „Veistu, ég hef stórt vandamál. Ég Lesa meira