Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 10:30

Obama gagnrýndur fyrir að spila of hægt golf

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, var í 12 daga jólafríi á Hawaii þar sem hann spilaði m.a. golf við forsætisráðherra Nýja-Sjálands, John Key og son þess síðarnefnda á táningsaldri, Max.  Sjá má myndskeið frá golfleik Obama og Key með því að SMELLA HÉR: 

John Key forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Barack Obama á golfvellinum

John Key forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Barack Obama á golfvellinum

Obama er ekki óvanur gagnrýni, en sú nýjasta er að hann spili allt of hægt golf.  Hann spilar 18 holu hring á ríflega 5 klst, sem gangrýnisröddunum þykir of mikið og stundum allt upp í 6 tíma.

Ást Obama á golfíþróttinni hefir auðvitað ekki farið framhjá helstu andstæðingum hans innan repúblíkanaflokksins og þessar stuðkanónur og brandarakarlar í Republican National Committee leggja t.a.m. forsetanum í munn „grín“áramótaheit og í ár var það: „Ég heiti því að verja minni tíma á golfvellinum.“

Það gerði Obama hins vegar ekki í jólafríi sínu; af 12 dögum sem hann var á Hawaii varði hann 7 eða heilli viku á golfvellinum! …. og eru hringir hans á kjörtímabili hans orðnir u.þ.b. 160.  Dwight Eisenhower, repúblíkanaforseti á metið eða 800 hringi.

Eisenhower forseti elskaði að spila golf og er sá forseti sem spilaði flesta hringi í forsetatíð sinni!

Eisenhower forseti elskaði að spila golf og er sá forseti sem spilaði flesta hringi í forsetatíð sinni!

Hér má sjá myndskeið af Obama í golfi 2013 í Hawaii SMELLIÐ HÉR: 

Hins vegar er nú verið að narta í forsetann vegna hraða hans á golfvellinum og er hann óspart borinn saman við George Bush-ana, sem spiluðu hraðast allra forseta, fóru stundum niður í 3 tíma per hring  (í nokkru sem nefnist aerobic-golf eða polo golf) og Bush eldri er m.a. talinn eiga hraðametið, lék eitt sinn 18 holu hring á 1 tíma 24 mínútum.

Don Van Natta Jr. hefir ritað bók “First Off the Tee: Presidential Hackers, Duffers, and Cheaters From Taft to Bush”  þar sem hann ber saman forseta Bandaríkjanna á golfvellinum.  Þar segir hann m.a. Obama vera þekktan fyrir hægan leik sinn, Bush-ana báða fyrir hraðann, Clinton fyrir mulligan-ana,Nixon fyrir að svindla, Eisenhower var frægur fyrir að dreifa og útdeila verkefnum, svo hann kæmist í golf o.s.frv. (Bókin er mjög skemmtileg aflestrar og ekki hægt annað en að mæla með henni fyrir þá sem hafa áhuga á pólitík og golfi).

„Sex tímar á golfvellinum er sérlega langur golfhringur og fimm tíma hringur er fremur langur líka,“ sagði Van Natta, sem er fyrrum fréttamaður New York Times.

Barack Obama og George W. Bush - annar hægur hinn þekktur fyrir hraða í golfi

Barack Obama og George W. Bush – annar hægur hinn þekktur fyrir hraða í golfi

„Hann (Obama) reynir að fá skolla á hverri holu, sem þýðir að hann er með u.þ.b. 18 í forgjöf.  Það er enn ansi virðingarverð (forgjöf).“

Á Hawaii, spilaði Obama í Mid Pacific (m.a. golfvelli frá  1926 hönnuðum af Seth Raynor), þ.e. völl Ko’olau golfklúbbsins og golfvöll the Royal Hawaiian Golf Club. Eins spilaði hann (Obama) golfvöll Marine Corps Base Hawaii nokkrum sinnum.

Þó repúblíkanar gagnrýni Obama fyrir „of mikinn golfleik“ hefir þó einn fyrrum repúblíkanaforseti Bandaríkjanna, W Bush, hefir komið golfást Obama til varnar og segir fáa þekkja álagið í Hvíta Húsinu af eiginn raun jafnvel og hann og því hafi hann fullan skilning á því að Obama spili golf og segir að hann (Obama) og bandaríska þjóðin á endanum njóti bara góðs af.

Ekki er vitað hvað W finnst um hægan leik Obama en þar eru margir sem hafa komið leikstíl Obama, hægum og ákveðnum, til varnar. Howard Dashefsky, yfirmaður sölumála -og samskipta á Pacific Golf Links á Hawaii segir þannig t.a.m að „þannig eigi að spila golf.“

Sagt hefir verið að þetta sé eitt af fáum tækifærum fyrir hann (Obama) að sleppa undan stressi Hvíta Hússins og slappa af og því vilji hann draga hringi sína á langinn. Jafnframt má ætla að forsetinn fari hægar yfir vegna alls fylgdarliðs síns og lífvarða, þótt það hafi ekki verið nefnt sem afsökunarátæða af hálfu Hvíta Hússins.

Tiger er ein af fáum „celebrities" sem spilað hafa golf við forsetann

Tiger er ein af fáum „celebrities“ sem spilað hafa golf við forsetann

Spilafélagar hans (Obama) eru einkum starfsmenn hvíta hússins en líka vinir. Hann spilar þannig oft golf við  aðstoðarmenn sína í Hvíta Húsinu (t.a.m. Sam Kass, yfirmatreiðslumann Obama og Marvin Nicholson, sem skipuleggur ferðir hans); tveir vinir hans til langs tíma frá Chicago eru oft með honum á golfvellinum (Marty Nesbitt og Eric Whitaker); og þegar hann er á Hawaii er vinsælt hjá Obama að spila með vinum sínum úr menntaskóla (Mike Ramos og Bobby Titcomb).  Hann spilar sjaldnar við annað frægt fólk (ens. celebrities) s.s. Tiger Woods eða æðstu menn annarra ríkja (ens. officials) s.s. John Key, eins og hann gerði á Hawaii nú um jólin, en af 160 hringjum sínum hefir hann aðeins spilað 10 hringi við æðstu yfirmenn.

Times Magazine hefir tekið saman áhugaverðan lista yfir spilafélaga Obama og má sjá hann með því að SMELLA HÉR: