Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 19:00

Golfstöðin í loftið

Golfstöðin, ný sjónvarpsrás hóf útsendingar í gær, 3. janúar 2014, en hún verður með beinar útsendingar frá golfi í 50 vikur á ári.

Sýnt verður frá öllu því besta sem íþróttin hefur upp á að bjóða, allra helst risamótunum fjórum sem og Ryder-keppninni.

Fyrsta PGA-mót ársins, Tournament of Champions, hefst á Hawaii-eyjum í dag og verður sýnt frá því alla helgina. Þar keppa aðeins þeir kylfingar sem unnu mót á PGA-mótaröðinni á síðasta tímabili.

Mótið hefur ávallt verið það fyrsta á nýju ári og um leið markað upphaf nýs keppnistímabils. Það breyttist reyndar í fyrra þegar ákveðið var að byrja nýtt tímabil í október en mótið heldur enn sínum sessi sem fyrsta mót ársins.

Meðal þeirra kylfinga sem keppa um helgina eru Matt Kuchar, Jordan Spieth, Jason DufnerAdam Scott og Webb Simpson auk margra annarra. Fyrsta úttsendingin var í gær kvöld og hófst klukkan 21.30.

Golf 1 óskar Golfstöðinni nýju velfarnaðar!

Heimild: www.visir.is