Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 23:00

Natalie Gulbis gengin út!

Tvær af stærstu stjörnum LPGA hafa brotið hjörtu golfpiparsveina um allan heim.

Fyrst komu fréttirnar af því að Paula Creamer hafi trúlofast flugmanninum sínum Derek Heath. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Og nú berast þær fréttir að Natalie Gulbis hafi gifst nú um jólin nánar tiltekið á Þorláksdag s.l.

Sá lukkulegi heitir Josh Rodarmel og er fyrrum leikstjórnandi (ens. quarterback) í Yale í bandaríska ruðningsboltanum og er núverandi eigandi the Power Balance bracelet.

Skötuhjúin tilkynntu um trúlofun sína s.l. júlí og eru nú herra og frú Rodarmel.  Natalie Gulbis Rodarmel  tvítaði eftirfarandi myndir frá brúðkaupsdegi sínum:

Frá brúðkaupi Natalie Gulbis og Josh Rodarmel

Frá brúðkaupi Natalie Gulbis og Josh Rodarmel á ströndinni í Kaliforníu nú um jólin

Natalie Gulbis

Natalie Gulbis og Josh Rodarmel á brúðkaupsdaginn