Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 15:00

Blackwelder fjölskyldan – fjölskylda kaddýa og kylfinga

Löngu áður en Mallory Blackwelder var grjón í pung föður síns var faðir hennar Worth farin að draga fyrir móður Mallory, sem þá var ein fremsta stjarna LPGA og hét Myra Van Hoose.

Mallory lifði ferðatösku lífi þvældist frá einum mótsstað til hins næsta, þar sem móðir hennar keppti og faðir hennar dró fyrir hana og komst að því að hjónabönd kaddýa og kylfinga reynast oft bara ágætlega.

A.m.k. var Mallory ekki sein á sér að segja „já“ þegar Julien Trudeau bað hennar nú í sumar, en Julien er kaddý hins snjalla kanadíska PGA Tour kylfings, Graeme De Laet.  Julien dró líka fyrir Mallory á síðasta keppnistímabili.

Myra Blackwelder ófrísk af Mallory 1987

Myra Blackwelder ófrísk af Mallory 1987 – Hún spilaði í mótum LPGA komin 7 mánuði á leið

„Þetta er fyndið,“ sagði Julien, 32 ára,  í viðtali við NY Times nú nýlega. „Við erum svolítið eins og Worth og Myra og við elskum bæði störf okkar.“

Þau kynntust 2011 þegar bæði tóku þátt í golfraunveruleikaþætti Golf Channel “Big Break Ireland.” Mallory var að vonast eftir að vinna $ 50.000 dollara stórvinninginn, en það tókst ekki. Julien varð yfir sig hrifinn og tók m.a. þátt í úrtökumóti fyrir Colorado Open til þess að geta hitt Mallory, sem þá var að keppa í  United States Women’s Open í Colorado Springs. Þau byrjuðu saman seinna þetta sumarið.

Mallory Blackwelder í Big Break Ireland

Mallory Blackwelder í Big Break Ireland

Mallory segir enga tilviljun að hún hafi orðið atvinnukylfingur. Mamma hennar lék á LPGA á árunum 1980, þegar hún var valin nýliði ársins á LPGA og keppti síðan á LPGA og allt til ársins 1997,  13 ár í fullu starfi og síðan bara að hluta síðustu 4 árin.

Pabbi Mallory, Worth, var m.a. kaddý fyrir Chi Chi Rodriguez á PGA túrnum og síðan fyrir topp LPGA kylfinganna Cristie Kerr, Juli Inkster, Patty Sheehan, Beth Daniel og Dottie Pepper, eftir að hann hætti að draga fyrir Myru.

Myles Blackwelder, eldri bróðir Mallory, er kaddý enska LPGA kylfingsins Jodi Ewart Shadoff og var því í öndverðu liði á við föður sinn, Worth, í Solheim Cup 2013, þar sem Worth dró fyrir Cristie Kerr.

Myles Blackwelder ásamt Jodi Ewart Shadoff í sigurliði Evrópu í  Solheim Cup 2013

Myles Blackwelder ásamt Jodi Ewart Shadoff í sigurliði Evrópu í Solheim Cup 2013

„Stundum líður mér eins og flugumferðarstjóra“ hlær Myra Blackwelder talandi um fjölskyldu sína. „Við brosum að þessu, því það liggja fjarlægðarbækur út um allt hús og allir þurfa að ganga úr skugga um að þeir séu með réttu bókina þegar þeir fara.“

Árið 2013 spilaði Mallory í 14 vikur á Symetra Tour (neðri deild LPGA Tour) og Myles og Worth voru að kaddýast um allan heim. Julien var sömuleiðis fastur fylgifiskur á öllum mótum PGA Tour þar sem Graeme De Laet spilaði.

Myra er þjálfari  kvennaliðs Kentucky-háskóla.  Mallory var fyrstu 2 árin í University of Florida en þar sem mamma hennar gerðist um það leyti þjálfari í Kentucky skipti Mallory yfir til Kentucky seinni 2 háskólaár sín. Eftir allt hafði Myra verið golfþjálfari hennar frá blautu barnsbeini. Þær tvær, Myra og Mallory eru líka einu mæðgurnar, sem spilað hafa á sama tíma á LPGA og eins keppt gegn hvor annari  á LPGA í risamóti.

Myra Van Hoose Blackwelder þjálfari kvennagolfliðs Kentucky háskóla

Myra Van Hoose Blackwelder þjálfari kvennagolfliðs Kentucky háskóla

„Það þýddi bara ekkert að vera að keppa á móti mömmu“ sagði Mallory, sem dyggilega reynir að feta í stór fótspor móður sinnar.

Þannig reyndi hún m.a. fyrir sér á úrtökumótinu fyrir LPGA nú í desember 2013, en það munaði örfáum höggum að hún lifði drauminn um að spila á LPGA. Hún verður því áfram 2014 á Symetra túrnum. Julien dró fyrir hana allt LPGA úrtökumótið.

Og Myra gæti ekki verið ánægðari með tengdasoninn: „Hann skilur fullkomlega það sem Mallory er að gera og styður hana. Þessi lífstíll er svo ólíkur öllu öðru, það er mikið um pressu, stressi og ferðalögum.“

Julien bað Mallory

Julien bað Mallory

Julien bað Mallory þannig eftir að DeLaet varð T-2 á Barclays í Liberty National Golf Club í Jersey City nú í haust. Hann keypti risademantstrúlofunarhring handa henni og fór stórt út að borða með henni á Manhattan. Hún sagði já en morguninn eftir flugu þau í sitthvora áttina og sáust ekki í 2 vikur.

Mallory ætlar að halda nafni sínu eftir giftinguna því hún vill að Blackwelder nafnið sjáist aftur á LPGA túrnum. Julien vonast til að halda starfi sínu hjá DeLaet, sem varð 9 sinnum meðal 10 efstu á PGA Tour mótum 2013 og gæti hugsanlega komið til greina sem kandídat í Ryder Cup.

M.a. þess vegna er planið hjá þeim Mallory að giftast síðustu vikuna í september 2014.  Það er vonandi að Mallory Blackwelder spili á LPGA og við fáum að sjá hana þar með Julien Trudeau á pokanum, a.m.k. af og til í fríum frá DaLaet.