Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 13:00

Suzann Pettersen íþróttakona Noregs!

Norska frænka okkar, nr. 2 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims, Suzann Pettersen,  var valin íþróttakona ársins (nor: Årets kvinnelige idrettsutøver) í Noregi í gær á hinni árlegu „Idrettsgalla“ m.ö.o. íþróttahátíð Norðmanna.

Suzann tvítaði m.a. þessa mynd af verðlaunagripnum sem hún hlaut

Suzann tvítaði m.a. þessa mynd af verðlaunagripnum sem hún hlaut

Jafnframt var hún valin Íþróttamaður ársins í Noregi, hlaut m.ö.o. Utøvernes pris á norsku,  ásamt skákmanninum Magnúsi Carlsen.

Tutta og Magnús á íþróttahátíð Norðmanna í gær

Tutta og Magnús á íþróttahátíð Norðmanna í gær

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pettersen er valin íþróttakona Noregs en hún hlaut titilinn m.a. árið 2009. Sjá með því að SMELLA HÉR: og með því að  SMELLA HÉR: 

Hins vegar mun þetta vera í fyrsta sinn sem kylfingur hlýtur Íþróttamannstitilinn (þ.e. Utøvernes pris) en þeim titli deildi Suzann, sem segir, með Magnúsi Carlsen, sem klárlega var sigurvegari kvöldsins með 4 verðlaun.  Hann vann það einstæða afrek 2013 að sigra heimsmeistarann í skák, Indverjann Viswanathan Anand

Suzann, sem Norðmenn nefna gjarnan Tutta  sagði m.a.: „Þúsund hjartans þakkir“ þegar hún sté á sviðið og tók á móti verðlaununum.

Tutta er fædd 9. apríl 1981 og er því 32 ára. Hún þakkaði m.a. foreldrum sínum, golfsambandinu norska og norsku þjóðinni árangur sinn í þakkarræðunni.  „Mest af öllum vil ég þakka þjóðinni,“ sagði Suzann. „Ég vona til þess að þetta stuðli að því að fleiri byrji í golfi,“ sagði Suzannn Pettersen m.a.

Á árinu vann Suzann m.a. Evian Masters, sem í fyrsta sinn var spilað sem risamót í ár, þ.e. er 5. risamótið í kvennagolfinu og auk þess 3 önnur mót á LPGA, auk þess sem hún var lykilkona í sigurliði Solheim Cup og lengi vel í baráttunni um 1. sætið á heimslistanum, en því stefnir hún að því að ná af Inbee Park, nú í ár, 2014.

Sjá má alla vinningshafa frá íþróttahátið Norðmanna 2014 með því að SMELLA HÉR: