Michelle Wie gefur heimilislausum mat
Michelle Wie var eins og svo margir aðrir frægir í heimssögunni, á Hawaii um jólin. Föstudaginn 27. desember s.l. gaf hún tilbaka til samfélagsins með því að aðstoða að veita heimilislausum í River of Life Mission mat. Hún sagði að vinnan í eldhúsinu hefði verið erfið en hún sá um að reiða fram mat handa 300 manns. Stjörnukylfingar eins og Michelle Wie, sem búa við öll forréttindi hinna ríku, gefa oft af sjálfum sér með þessum hætti, sumir meir en aðrir og ekki allir í eigin persónu, eins og hún gerði, sem er frábært hjá henni!!! Sjá má mynd af Michelle þar sem hún vann í heimilislausra eldhúsinu með því Lesa meira
Caroline sagði frá hvernig Rory bar sig að við bónorðið
Caroline Wozniacki sagði frá því í gær, mánudaginn 6. janúar 2014, hvernig nr. 6 á heimslistanum, Rory McIlroy hefði borið sig að við bónorðið, sem hann bar upp í Sydney, Ástralíu í síðustu viku, en hún sagði að hann hefði venju samkvæmt beðið foreldra hennar, Piotr og Önnu um hönd hennar. „Það er frábært að hafa allt í föstum skorðum í einkalífinu og við getum þá virkilega einbeitt okkur að leikjunum í íþróttagreinum okkar, sem við hlökkum mjög til,“ sagði Wozniacki m.a. skv. frétt í AAP. Caroline sagði að það væri kostur að vera með öðrum íþróttamanni. „Það er frábært að hafa einhvern sem skilur mann og er alltaf þarna Lesa meira
PGA: Zach Johnson sigraði á Tournament of Champions
Nú rétt í þessu var Masters meistarinn 2007, Zachary Harris Johnson alltaf kallaður Zach Johnson, að tryggja sér titilinn á fyrsta PGA Tour móti ársins, Tournament of Champions, í Kapalua á Hawaii. Hann lék á samtals 19 undir pari, höggum (67 66 74 66). Í 2. sæti varð Jordan Spieth á 18 undir pari, 274 höggum (66 70 69 69) og þriðja sætinu deildu þeir Webb Simpson og Kevin Streelman varð í 3. sæti á samtals 17 undir pari, 275 höggum; Simpson (67 71 70 67) og Streelman (67 71 70 67). Í 5. sæti varð Jason Dufner á 15 undir pari. Sjötta sætinu deildu síðan þeir Adam Scott og Matt Kuchar léku báðir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Herdís Björg Rafnsdóttir – 6. janúar 2014
Það er Herdís Björg Rafnsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Herdís Björg er fædd 6. janúar 1962 og á því 52 ára afmæli í dag. Herdís Björg er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir tekið þátt í nokkrum opnum golfmótum með góðum árangri m.a. Styrktarmóti Soroptimista á Nesvelli þ. 25. ágúst 2011, þar sem hún varð í verðlaunasæti (4. sæti) af fjölmörgum konum sem þátt tóku. Herdís Björg er verkfræðingur að mennt frá University of Washington. Hún er gift Þorsteini G. Gunnarssyni og eiga þau 2 syni. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Cary Middlecoff, 6. janúar 1921; Nancy Lopez Lesa meira
Luke Poulter sigraði flokk 9 ára á US Kids
Í gær, sunnudaginn 5. janúar 2014 spilaði elsti sonur Ian Poulter, Luke, í U.S. Kids Golf Foundation móti á Palm golfvelli Walt Disney World’ Og líkt og pabbinn hefir gert svo oft áður stóð Luke upp sem sigurvegari, átti 7 högg á næsta keppanda og Ian auðvitað að rifna úr monti! Stráksi vann sinn aldursflokk stráka 9 ára. Luke var á skori upp á 4 yfir 40 á 1,940 yarda golfvellinum, þ.á.m. fékk hann fugl á par-3 3. holuna. Hann var einnig með 2 skolla og einn þrefaldan skolla. Ian var á pokanum hjá stráksa og var auk þess að tvíta fréttir í beinni frá mótinu. Hér eru nokkur af Lesa meira
Frægir kylfingar: Rory hitti Will Smith á golfvellinum
Nr. 6 á heimslistanum, Rory McIlroy , rakst á Hollywood stjörnuna Will Smith á golfvelli í Dubai í gær, en þangað er hann kominn nú. Rory er búinn að njóta þess að æfa í Ástralíu og verja tíma þar með heitkonu sinni Caroline Wozniacki, sem tekur sem stendur þátt í Sydney International tennismótinu og vann m.a. þýsku tennisstjörnuna Juliu Goerges í gær. Skv. Irish Independent, var Smith að prófa golfsveiflu sína en hann er í fríi í Dubaí ásamt eiginkonu sinni, Jada Pinkett Smith, þegar hann hitti Rory, sem er sem segir kominn til Sameinuðu furstadæmanna, þar sem hann mun keppa á fyrsta móti sínu á árinu. Rory spjallaði svolítið við Will Lesa meira
Stenson gerir samning við Greens Plus
Golfstjarnan sænska, Henrik Stenson, sem átti eitt besta keppnistímabil ferils síns á síðasta ári þar sem hann varð m.a. efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála, heldur áfram að græða á ábatasömum styrktar- og auglýsingasamingum. Hann hefir nú gert samning við Orange Peel Enterprises, betur þekkt sem Greens Plus og kemur Greens Plus nú inn sem sterkur nýr styrktaraðili Stenson. Meðal þess sem Stenson samþykkir að gera skv. nýja styrktarsamningnum er að auglýsa vörur Greens Plus og taka þátt í allskyns uppákomum sem snúa að neytendum merkisins. Stenson sagði m.a. eftir undirritun samnings: „Greens Plus próteinstangir hafa verið hluti af rútínu minni innan og utan vallar í mörg ár og ég Lesa meira
GVS: Aðalfundur 27. janúar kl. 20:00
Aðalfundur GVS verður haldinn mánudaginn 27. janúar 2014 í golfskála GVS kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Williams enn sár við Tiger fyrir að hafa rekið sig
Steve Williams er enn sár eftir skilnaðinn við Tiger Woods, nú þegar hann hefur síðasta fulla keppnistímabil sitt sem kylfuberi. Williams, 50 ára, hóf starf sitt við að bera poka Tiger árið 1999 og saman unnu þeir 14 risatitla. Samband þeirra fór út um þúfur þegar Williams vann sem kylfusveinn hjá Adam Scott árið 2011 þegar Tiger var meiddur. Williams heldur því fram að Tiger hafi gefið leyfi sitt til þessa en þetta var bara upphafið á endinum. „Það sem olli vonbrigðum mínum var að hann heldur því fram að hafa rekið mig á AT&T (National),“ sagði Williams. „Hann gerði það ekki. Hann rak mig með símhringingu eftir Opna bandaríska. Ég Lesa meira
PGA: 3 leiða eftir 3. dag í Hawaii
Það eru 3 sem leiða eftir 3. dag Tournament of Champions á Kapalua, Hawaii: Jordan Spieth, Dustin Johnson og Webb Simpson. Allir eru þessir kappar búnir að spila á samtals 14 undir pari, 205 höggum; Simpson (66 71 68); Johnson (70 66 69) og Spieth (66 70 69). Einn í 4. sæti 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 12 undir pari, 207 er 2007 Masters meistarinn Zach Johnson. Það þarf að fara allt niður í 9. sæti til að finna kylfing utan Bandaríkjanna, þ.e. Adam Scott, en hins vegar eru aðeins 4 kylfingar utan Bandaríkjanna, sem sigruðu á PGA Tour 2013 og taka því þátt í mótinu en það Lesa meira










