Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 22:30

Paul Casey og Pollyanna Woodward trúlofast

Enski kylfingurinn Paul Casey er enn einn kylfingurinn sem tilkynnir um trúlofun sína á þessu ári, en sú lukkulega er sjónvarpskynnirinn Pollyanna Woodward.

Tilkynning um trúlofun hans kemur aðeins tæpri viku eftir að Rory McIlory og Caroline Wozniacki tilkynntu um trúlofun sína.

Woodward tvítaði eftirfarandi um trúlofunina: “I’ve some special news @Paul_Casey & I are engaged, we’re so happy & hope that you’ve also had a great start to 2014″.

Parið kynntist í Abu Dhabi þar sem Woodward var kynnir á formúlu 1 ásamt Eddie Jordan.

„Bæði Paul og ég vorum að ganga í gegnum skilnað og eftir að minn var um garð genginn beið ég eftir að Paul kláraði sinn og bauð honum síðan út,“ sagði hin 31 ára Woodward í viðtali á s.l. ári.

„Paul er ótrúlegur. Ég elska hann í tætlur. Ef við giftumst myndi ég himinn hafa höndum tekið og ef við eignumst fjölskyldu er það enn betra.“

Spurning hvort golfleikur Casey batni líka.

Hann sagði eftirfarandi um kærustu sína: „Pollýanna er æðisleg og skilur mig vel og þeir sem hafa kynnst henni skilja alla þá jákvæðni sem hún breiðir í kringum sig allan tímann. Hún er mjög smitandi og það er nokkuð sem ég þarfnast og er gott að hafa í kringum sig. Hún er róleg og ég hugsa að það hafi jákvæð áhrif á golfið og líf mitt almennt.“

Casey mun hefja 2014 keppnistímabilið með þátttöku í  Volvo Champions í Durban, Suður-Afríku, sem hefst nú á fimmtudaginn 9. janúar 2014.