Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 07:45

PGA: Zach Johnson í forystu TOC eftir 2. dag

Það er fyrrum Masters-sigurvegarinn (2007), Zach Johnson, sem leiðir á Kapalua eftir 2. dag Tournament of Champions (stytt í TOC).

Hann lék 2. hring á 7 undir pari, 66 höggum og er samtals búinn að spila hringina tvo á 13 undir pari, 133 höggum (67 66).

Þrír deila 2. sætinu 3 höggum á eftir: Dustin Johnson, sem ákvað á síðustu stundu að taka þátt (Golf 1 var áður búið að greina frá því að hann hefði hætt við þátttöku í mótinu vegna þráláts aumleika í háls- og hnakkavöðvum og að Rory Sabbatini myndi taka sæti hans); Matt Kuchar og Jordan Spieth.

Þeir DJ, Kuch og Spieth eru allir 3 höggum á eftir Zach Johnson á samtals 10 undir pari, 136 höggum; DJ (70 66); Kuch (68 68) og Spieth(66 70).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á TOC SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á TOC SMELLIÐ HÉR: