Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2014 | 08:00

GR: Valgerður Proppé og Páll Bjarnason sigruðu í Ármótapúttmótinu

Áramótaklúbburinn hélt sitt árlega púttmót á Korpu á gamlársdag og mættu um 30 manns, konur og karlar. Áramótaklúbburinn hefur verið við lýði frá 1986 og haldið golfmót um hver áramót. Veðráttan ræður því svo hvort mótið er haldið úti eða inni.

Keppnisfyrirkomulag að þessu sinni að tveir 18 holu hringir voru leiknir og taldi sá betri.

Úrslit 2013 urðu þannig:

Konur:

Í fyrsta sæti varð Valgerður Proppé lék á 31 höggi, Þorbjörg Valgeirsdóttir á 33 varð önnur og Selma Hannesdóttir á 34 varð í þriðja sæti eftir bráðabana.

Karlar:

Páll Bjarnason á 28 höggum varð fyrstur eftir bráðabana við Eyjólf Jónsson sem varð í öðru sæti og svo varð Jónas Þorvaldsson þriðji eftir bráðabana við Hörð Sigurðsson en þeir spiluðu á 29.

Mótsstjóri var Páll Bjarnason og stýrði hann þessu öllu saman af miklum myndaskap.

Golfklúbbur Reykjavíkur óskar kylfingum nær og fjær gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla.

Heimild: grgolf.is