Blixt ætlar að spila bæði á PGA og í Evrópu
Sænski kylfingurinn Jonas Blixt ætlar að reyna að spila bæði á PGA Tour og Evrópumótaröðinni. Hann ætlar sér að einbeita sér að PGA Tour en hann segist líka ætla að reyna að spila í þeim 13 mótum sem Evrópumótaröðin gerir kröfu um. Lykillinn að þessu eru risamótin (gilda bæði sem PGA Tour mót og mót á Evrópumótaröðinni) og heimsmótin, en af báðum tegundum golfmóta eru 4. Því miður fyrir Blixt hefir hann aðeins keppnisrétt á 3 risamótanna og aðeins er víst að hann hafi þátttökurétt á 1 heimsmótanna þ.e. Accenture Match Play Championship – heimsmótinu í holukeppni. „Ég verð að halda mér meðal 50 efstu,“ sagði Blixt, sem er nr. 42, sem Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýi Adidas Adizero One golfskórinn
Adidas setti á markað nýja kynslóð af Adizero One golfskóm nú 6. janúar s.l. Helstu breytingar sem gerðar voru frá eldri skónum eru þær að nýi Adizero One vegur minna en 10 únsur (þ.e. minna en 280 grömm) og er sagður allt að 10% léttari en eldri gerðin, sem vóg 300 grömm og því er rétt þyngd á nýja golfskónum í kringum 270 grömm. Með hönnun á nýja Adizero golfskónum hefir Adidas þróað léttasta golfskóinn, sem það hefir sett á markað í sögu fyrirtækisins. Sjá má grein sem birtist á Golf 1 fyrir ári síðan, um eldri gerð Adizero með því að SMELLA HÉR: en sá skór þótti byltingakenndur hvað léttleika Lesa meira
Adam Scott á brimbretti í Hawaii og með Benji brimbrettakappa á pokanum
Adam Scott hrósaði brimbrettakappanum Benji Weatherley mjög, en sá var á pokanum hjá honum á Sony Open í Hawaii í gær. Weatherley var að leysa Steve Williams af, en sá ætlar sem kunnugt að smádraga sig út úr kaddýmennskunni og hefir gefið út að hann ætli alveg að hætta 2015. Nr. 2 á heimslistanum með Weatherley á pokanum var á 3 undir pari, 67 höggum eftir 1. hring og deilir 12. sætinu, með 12 öðrum kylfingum þ.á.m. Jason Dufner. Adam missti hvergi högg á hringnum, fékk 3 fugla á 8.; 9. og glæsifugl síðan á 18. lokaholuna! Scott er sjálfur ágætur á brimbretti og skemmtu þeir Weatherley sér á brimbrettum á Lesa meira
PGA: Sang-Moon Bae í 1. sæti eftir 1. dag Sony Open á Hawaii – Myndskeið
Það er Sang-Moon Bae frá Suður-Kóreu, sem leiðir á Sony Open sem hófst í gær á Waialea CC, í Honolulu á Hawaii. Bae lék á 7 undir pari, 63 höggum. Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk, sem var höggi á eftir á 6 undir pari, 64 höggum. Tveir kylfingar deila 3. sætinu: Brian Stuard og Ryan Palmer, báðir á 5 undir pari, 65 höggum. Sjö kylfingar deila síðan 5. sætinu á 4 undir pari, 66 höggum, hver: John Daly, Retief Goosen, Harris English, Jimmy Walker, Hideto Tanihara, Jason Kokrak og Daniel Summerhayes. Til þess að sjá stöðuna á Sony Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá Lesa meira
Evróputúrinn: Jacquelin leiðir eftir 1. dag í Durban – Myndskeið
Í gær hófst Volvo Golf Champions mótið í Durban CC, í KwaZulu Natal héraðinu í Suður-Afríku. Það var mjög heitt á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröðinni í gær. Eftir 1. dag leiðir franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin; lék á 5 undir pari, 67 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir er heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn (2010), Louis Oosthuizen; á 4 undir pari, 68 höggum. Tveir deila síðan 3. sætinu; hinn granni Darren Clarke, (búinn að grenna sig um 20 kíló sbr. frétt Golf 1 Sjá með því að SMELLA HÉR:) og Frakkinn Victor Dubuisson, báðir á 3 undir pari, 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Volvo Golf Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sergio Garcia ——– 9. janúar 2014
Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia Fernández, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sergio er fæddur í Borriol, á Castellón,á Spáni, 9. janúar 1980 og á því 34 ára afmæli í dag. Hann hefir verið nokkuð í fréttum á s.l. ári 2013. Þar ber hæst eitt vinsælasta fréttaefni beggja vegna Atlantsála þegar hann lét Tiger fara í taugarnar á sér og lét falla nokkur vel valin orð um kjúklingaætuna, orð sem túlkuð voru sem kynþáttaníð. Öllu skemmtilegri var fréttin um Garcia þegar hann sigraði á Thaíland Golf Open með kærustu sína, austurrísku leikkonuna Katharinu Boehm á pokanum í síðasta mánuði. Sjá með því að SMELLA HÉR: Svo um jólin bárust fréttir að Sergio spilaði gjarnan knattspyrnu Lesa meira
Alastair Forsyth: „Við erum á sama túrnum en topp 60 kylfingarnir eru á öðrum hnetti“
Skotinn Alastair Forsyth rétt náði aftur kortinu sínu í gegnum Q-school Evróputúrsins í Girona, á Spáni í nóvember s.l. (Sjá kynningu Golf 1 á Forsyth með því að SMELLA HÉR: ) Hann tjáði sig um lífið á túrnum í góðri grein í Daily Record, sem birtist í gær 8. janúar 2014 og birtist hér í lauslegri þýðingu: „Nýja árið á Evróputúrnum hefst með flugeldasýningu fyrir nokkur af stóru nöfnunum sem koma saman í Suður-Afríku í hinu ábatasama tournament of champions á morgun. En fyrir afganginn af okkur er framundan frústrerandi mánuður á varamannabekknum meðan topp gaurarnir hefja leikinn. Þegar ég vann aftur kortið mitt sagði ég að aðeins hálfur sigur Lesa meira
Jiménez líklegur varafyrirliði í Rydernum
Miguel Angel Jiménez er líklegur til þess að verða einn af varafyrirliðum Paul McGinley í liði Evrópu í Ryder bikarnum nú seinna á árinu– en aðeins ef honum tekst ekki að komast í sjálft liðið. Jiménez, sem varð 50 ára á sunnudaginn, var síðast í Ryder bikars liði Evrópu í Celtic Manor 2010 og hefir látið hafa eftir sér: „Ef ég spila vel trúi ég því að ég verði í liðinu.“ „Það myndi hafa mikla þýðingu fyrir mig.“ McGinley, sem ásamt Jiménez var varafyrirliði liðs Evrópu í ‘Kraftaverkinu í Medinah’ árið 2012, mun tilkynna um varafyrirliða sína í maí eða júní. Jiménez bætti við: „Við ræddum saman nokkur orð og Lesa meira
GO: 6 námskeið á vegum MP Golf
Alls byrja í inniaðstöðunni 6 námskeið sem ættu að geta hentað öllum aldurshópum og ólíkum kylfingum hvort sem er saman eða í sitthvoru lagi. Það er skemmtilegt frá því að segja að í fyrsta sinn verður boðið upp á byrjendanámskeið þar sem notast verður við SNAG golfkennslukerfið. SNAG (Starting New at Golf) er frábært kennslukerfi sem ætlað er fólki á öllum aldri og hvaða getustigi sem er. Kerfið hentar báðum kynjum, börnum, fullorðnum og öldruðum. SNAG kerfið hentar einnig vel til að kenna fötluðum einstaklingum. SNAG snýst um að hafa gaman á meðan verið er að læra grundvallaratriðin í golfi. Hugtökin sem notuð eru í SNAG skapa skýrar myndir í huga Lesa meira
Tiger fór yfir $1,3 billjóna markið
Tiger Woods er sá íþróttamaður sem þénaði mest í heiminum á árinu 2013 s.s. Golf 1 greindi frá fyrir skemmstu – sjá með því að SMELLA HÉR: Upphæðunum sem Tiger á að hafa unnið sér inn skv. ofangreindri heimild ber ekki alveg saman við þær upplýsingar sem Golf Digest hefir og greint er frá hér að neðan. En munurinn $ 5 milljónir skiptir litlu – Nr. 1 á heimslistanum, Tiger, er eftir sem áður lang tekjuhæstur, hvort sem er yfir heildina, þ.e. meðal allra íþróttamanna í heiminum eða þegar bara eru teknar tekjur atvinnukylfinga á PGA túrnum allt frá upphafi eða bara tekjur kylfinga á árinu 2013. Tiger náði einnig Lesa meira










