Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2014 | 11:00

Jiménez líklegur varafyrirliði í Rydernum

Miguel Angel Jiménez er líklegur til þess að verða einn af varafyrirliðum Paul McGinley í liði Evrópu í Ryder bikarnum nú seinna á árinu– en aðeins ef honum tekst ekki að komast í sjálft liðið.

Jiménez, sem varð 50 ára á sunnudaginn, var síðast í Ryder bikars liði Evrópu í Celtic Manor 2010 og hefir látið hafa eftir sér: „Ef ég spila vel trúi ég því að ég verði í liðinu.“

„Það myndi hafa mikla þýðingu fyrir mig.“

McGinley, sem ásamt Jiménez var varafyrirliði liðs Evrópu í  ‘Kraftaverkinu í Medinah’ árið 2012, mun tilkynna um varafyrirliða sína í maí eða júní.

Jiménez bætti við: „Við ræddum saman nokkur orð og hann vill að ég sé fyrirliði í EurAsia Cup.“

„Ég ætla að taka það að mér og ef ég er ekki í Ryder bikarsliðinu sjálfu þá verð ég líklega að hjálpa honum (McGinley) í Gleneagles.“