Alastair Forsyth
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2014 | 13:00

Alastair Forsyth: „Við erum á sama túrnum en topp 60 kylfingarnir eru á öðrum hnetti“

Skotinn Alastair Forsyth rétt náði aftur kortinu sínu í gegnum Q-school Evróputúrsins í Girona, á Spáni í nóvember s.l. (Sjá kynningu Golf 1 á Forsyth með því að SMELLA HÉR: )

Hann tjáði sig um lífið á túrnum í góðri grein í Daily Record, sem birtist í gær 8. janúar 2014 og birtist hér í lauslegri þýðingu:

„Nýja árið á Evróputúrnum hefst með flugeldasýningu fyrir nokkur af stóru nöfnunum sem koma saman í Suður-Afríku í hinu ábatasama tournament of champions á morgun. 

En fyrir afganginn af okkur er framundan frústrerandi mánuður á varamannabekknum meðan topp gaurarnir hefja leikinn.

Þegar ég vann aftur kortið mitt sagði ég að aðeins hálfur sigur hefði unnist – og þetta er ástæðan. 

Þó ég sé að spila á sama túrnum og stóru strákarnir þá er ekki nema sanngjarnt að segja að ég búi enn í ólíkum heimi. Þetta er í raun orðið tví-stiga strúktúr núna þar sem bilið milli leikmanna sem eru meðal efstu 60 og hinna í lægri helmingnum er alltaf að verða erfiðara að brúa. 

Síðasta keppnistímabilinu lauk með „Final Series“ sem eru 4 mót í Kína, Tyrklandi og Dubai, þar sem verðlaunafé er hátt. 

Þetta er sambærileg röð móta í Evrópu og FedEx Cup í Bandaríkjunum, sem reynst hefir vinsæl þar til þess að vekja athygli og auka fjárstreymi inn í túrinn og það er frábær hvatning.

En þessi mót eru aðeins fyrir gaurana sem hafa lokið keppnistímabilinu meðal 60 efstu á Race To Dubai (peningalista Evrópumótaraðarinnar) og nú hefjum við árið 2014 með öðrum mótum  fyrir lokaðan klúbb kylfinga, sem samanstendur að mestu leyti af vinningshöfum síðasta árs. Það er enginn niðurskurður, sem þýðir að allir fá hlut af £2.5 milljóna verðlaunafénu. Gangi þeim vel, þeir hafa unnið fyrir því vegna frammistöðu sinnar á síðasta ári. 

En þessi mót með takmarkaðan fjölda þátttakenda gerir það erfiðara fyrir keppendur að komast til álita í Ryder Cup og eins gerir það kylfingum eins og mér erfitt fyrir, sem er að reyna að hanga á kortinu mínu. 

Eftir Durban (í Suður-Afríku) í þessari viku fer túrinn á Miðausturlanda sveifluna svokölluðu, þar sem haldin eru mót í  Abu Dhabi, Qatar og Dubai Desert Classic – allt mót þar sem verðlaunafé er hátt og ólíklegt að leikmenn með minni status fái keppnisrétt.

Þannig að þegar vel er liðið á keppnisárið, líklega á Joburg og African Open mótunum í febrúar, þá fáum við að spila um miklu minna verðlaunafé og erum þá þegar vel á eftir „hátt rönkuðu“ strákunum á Race to Dubai. 

Ekki taka þessu sem óþakklátu rausi. Strákar eins og Rory McIlroy hafa unnið fyrir stöðu sinni á toppnum með því að spila vel – og mitt markmið er að komast þangað með því að vinna aftur. 

En hvað sem öðru líður, þá er það erfiðara þegar færri tækifæri eru til að spila. 

Ég hef verið að hlakka til að sjá meira af góðum vinum mínum Stephen Gallacher og Marc Warren, núna þegar ég er aftur á túrnum. En eins og dagskráin lítur út, þá býst ég við að það verði ekki fyrr en í apríl að við spilum á sama móti.  

Og jafnvel það er aðeins vegna þess að ég á öruggan keppnisrétt á Malaysian Open, sem fyrrum sigurvegari!

Í millitíðinni meðan hálfur túrinn keppir í hitanum í Mið-Austurlöndum í þessum mánuði þá verð ég að vinna á æfingasvæðinu. Kannski kemst ég líka jafnvel á völlinn – ef þetta hræðilega veður hættir einhverntímann – til þess að vera öruggur um að vera tilbúinn (til keppni) í febrúar. 

Það er mikilvægt að hamra járnið meðan það er heitt þannig að ég mun verja tíma með þjálfara mínum Ian Rae til þess að púrra upp á sveifluna og ganga úr skugga um að allar breytingar sem við höfum unnið að, séu allar á réttri leið. 

Þar sem ég fékk kortið mitt aftur, þá er afgangurinn undir mér kominn.“