
Blixt ætlar að spila bæði á PGA og í Evrópu
Sænski kylfingurinn Jonas Blixt ætlar að reyna að spila bæði á PGA Tour og Evrópumótaröðinni.
Hann ætlar sér að einbeita sér að PGA Tour en hann segist líka ætla að reyna að spila í þeim 13 mótum sem Evrópumótaröðin gerir kröfu um. Lykillinn að þessu eru risamótin (gilda bæði sem PGA Tour mót og mót á Evrópumótaröðinni) og heimsmótin, en af báðum tegundum golfmóta eru 4.
Því miður fyrir Blixt hefir hann aðeins keppnisrétt á 3 risamótanna og aðeins er víst að hann hafi þátttökurétt á 1 heimsmótanna þ.e. Accenture Match Play Championship – heimsmótinu í holukeppni.
„Ég verð að halda mér meðal 50 efstu,“ sagði Blixt, sem er nr. 42, sem stendur á heimslistanum. „Það er lykillinn.“
Hann ætlar ekkert að spila í Evrópu fyrr en seint í maí. Það hversu mörg mót hann reynir að spila í Evrópu fer allt eftir því í hversu mörg heimsmót hann kemst á og kannski kemst hann líka á Opna breska (en til þess yrði hann að vera í 50. sæti eða ofar á heimslistanum í lok maí).
Blixt gerir sér vel grein fyrir hættunum að spila á báðum mótaröðum í einu.
„Maður þarf að ferðast mikið og það er þreytandi,“ segir hann „og manni er líka hættara við að meiðast.“
En af hverju var hann að flytjast í hús nálægt höfuðstöðvum PGA Tour í Ponte Vedra Beach á Flórída? Það segir hann var liður í að skapa meiri stöðugleika í líf sitt. Hann hefir búið á Jacksonville Beach í nokkur ár og líður vel þar. Hann æfir því oft á Stadium Course á TPC Sawgrass. „Þetta var bara skynsamt.“
Blixt keypti húsið sitt í nóvember og hefir lítið fengið að njóta þess. Stuttu eftir að kaupin voru um garð gengin flaug hann til Svíþjóðar til þess að vera með fjölskyldu og vinum. Og reyndar verða enn nokkrir mánuðir í það að hann geti notið hússins því Blixt varð eftir á Maui eftir Hyundai Tournament og Champions og síðan fer hann til Suður-Kaliforníu í nokkra daga til þess að prófa nýjan golfútbúnað.
Hann ætlar sér að spila á Humana, the Farmers Insurance Open og Waste Management Phoenix Open mótunum.
Og fer hann eftir það heim til Flórída?
Kannski, því Blixt er þegar búinn að skipuleggja frí á Costa Rica með bróður sínum í febrúar og ekki víst að hann stoppi í Flórída á leiðinni þangað.
Ferðin hefir líka tvíbentan tilgang því fyrir utan að vera í fríi er ferðin nauðsynleg fyrir hann til þess að endurnýja dvalarleyfi sitt í Bandaríkjunum.
Skrítið, en löglegt!
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022