
Adam Scott á brimbretti í Hawaii og með Benji brimbrettakappa á pokanum
Adam Scott hrósaði brimbrettakappanum Benji Weatherley mjög, en sá var á pokanum hjá honum á Sony Open í Hawaii í gær.
Weatherley var að leysa Steve Williams af, en sá ætlar sem kunnugt að smádraga sig út úr kaddýmennskunni og hefir gefið út að hann ætli alveg að hætta 2015.
Nr. 2 á heimslistanum með Weatherley á pokanum var á 3 undir pari, 67 höggum eftir 1. hring og deilir 12. sætinu, með 12 öðrum kylfingum þ.á.m. Jason Dufner.
Adam missti hvergi högg á hringnum, fékk 3 fugla á 8.; 9. og glæsifugl síðan á 18. lokaholuna!
Scott er sjálfur ágætur á brimbretti og skemmtu þeir Weatherley sér á brimbrettum á hinni frægu Norðurströnd Oahu, fyrir mótið.
Weatherley sagði að þjálfari Scott og mágur, Brad Malone, hefði verið minna hrifinn af uppátæki þeirra þ.e. að Scott væri að tækla 3 metra háar öldurnar. Áhyggjurnar voru einkum vegna slysahættunnar sem fylgir öllu brimbretta brölti.
„Þetta var alveg brjálæðislegt. Við vorum smassaðir (af öldunum),“ sagði Weatherley.
Scott fannst það ekki mikið mál. „Ég vissi að það yrði í lagi með mig. Ég get synt!“
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022