GSG: Aðalfundur 28. janúar n.k.
Aðalfundurinn verður 28. janúar 2014 í Golfskálanum Sandgerði Störf aðalfundar eru: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 3. Reikningar lagðir fram og skýrðir. 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Atkvæðagreiðsla um reikningana. 5. Lagabreytingar. 6. Lögð fram tillaga um gjaldskrá. 7. Kosning formanns. 8. Kosning tveggja stjórnarmanna. 9. Kosning skoðunarmanna reikninga og einn til vara. 10. Önnur mál. Ath það vantar alltaf fólk til starfa í klúbbnum.Þeir sem eru tilbúinir að starfa í nefndum á vegum GSG vinsamlega hafið samband við stjórnina.
Fowler vill vera þekktur fyrir golf fremur en föt
Rickie Fowler er einn af þeim kylfingum sem laðar að hvað stærsta aðdáendaskara. Hann er orkumikill, skemmtilegur, frábær við lítil börn ….. en hefir bara 1 sinni unnið á PGA Tour. Hann er ákveðinn að breyta því og til þess að sýna hversu mikil alvara honum er, réði hann golfkennaragúrúinn Butch Harmon til þess að hjálpa sér við sveifluna. Skv. Golf Digest bað Harmon, Phil Mickelson um leyfi til að mega vinna með Fowler, og Mickelson á að hafa samþykkt samstundis. „Phil sagði að þetta væri frábært,“ sagði Harmon. „Við þörfnumst þess að Fowler spili vel.“ Harmon sagði líka að Fowler væri ákveðinn að hrista af sér steríótýpuna sína – þ.e. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Nikki Garrett ——– 8. janúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Nikki Maree Garrett. Nikki er fædd 8. janúar 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Nikki gerðist atvinnumaður í golfi seint á árinu 2005 og var komin á Evrópumótaröðina (ens. Ladies European Tour, skammst. LET) árið 2006. Hún vann ekki mót á nýliðaári sínu en var 4 sinnum meðal 10 efstu í mótum LET og lauk 1. ári sínu í 12. sæti á peningalista mótaraðainnar það ár, þ.e. með €99,445 í verðlaunfé. Hún hlaut,Ryder Cup Wales Rookie of the Year, þ.e. var valin nýliði ársins 2006. Árið 2007 sigraði hún tvisvar sinnum í röð á LET þ.e. á Tenerife Ladies Open and the Open Lesa meira
Golfsvipmynd dagsins: Snjór á Bethpage
Í síðustu viku var Bethpage Black golfvöllurinn í New York, þar sem 2 Opin bandarísk risamót hafa m.a. verið haldin, algerlega á kafi í snjó. Völlurinn var enn eitt fórnarlamb snjóstormsins sem geystist yfir New York og norðausturhluta Bandaríkjanna í síðustu viku. Að sögn vallarstarfsmanns leysti snjóinn þó í rigningunni í gær og er hann næstum auður nú. Bethpage Black er í uppáhaldi hjá hópi Íslendinga, sem algerlega elska þennan krefjandi völl, sem talinn er einn af 5 erfiðustu golfvöllum Bandaríkjanna!
Darren Clarke léttist um 20 kíló
Fyrrum meistari Opna breska Darren Clarke hefir lagt af um 20 kíló í von um að ná meiri árangri á golfvellinum. Hann er nú kominn til Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum í Durban. Aðspurður hvað orðið hefði til þess að hann hefði léttst svona mikið sagði Clarke einfaldlega: „Ég var of feitur.“ Clarke sagði jafnframt að það hefði bara verið orðið ansi pirrandi að klára aldrei mótin sbr. t.a.m. Dunhill Links Championship og nokkur önnur mót, eftir að hafa verið í sigurvænlegri stöðu fyrstu dagana þannig að hann fór og ræddi við Jamie Myerscough, framkvæmdastjóra Educogym í Dublin. Clarke sagði að Jamie hefði lofað að Lesa meira
Heimslistinn: Johnson í 7. sæti!
Zach Johnson er kominn í 7. sæti heimslistans eftir frækilegan og verðskuldaðann sigur á TOC þ.e. Tournament of Champions á Kapalua í Hawaii. Það var hrein unun að fylgjast með lokahring Zach á sunnudaginn, þar sem hann lék á glæsilegum 7 undir pari, 66 höggum og gaf hvergi eftir. Þannig missti hann hvergi högg, var með 7 glæsifugla og fékk m.a. 3 fugla í röð á 14.-16. braut og virtist fátt geta stoppað hann. Zach var fyrir mótið í 9. sæti heimslistans en á topp-10 fór hann úr 13. sætinu eftir frækinn sigur á World Challenge móti Tiger Woods nú fyrir jól. Annað merkilegt á heimslistanum er að engin breyting Lesa meira
Maggi Birgis með SNAG námskeið
Nú í ársbyrjun er boðið upp á golfkennslu í SNAG (stutt fyrir Starting New At Golf) – fyrsta stiginu. Námskeiðið er fyrsti hluti af SNAG kennslu-og þjálfunarkerfinu og veitir réttindi sem fyrsta stigs SNAG golf leiðbeinandi. Leiðbeinandi: Magnús Birgisson PGA, SNAG Master kennari Staðsetning: Hraunkot, Golfklúbbnum Keili, Steinholti 1, 220 Hafnarfirði Tímasetning: 17. janúar 2014. Kl. 9.00-15.00 Þátttakendur: Allt að 12 þátttakendur komast á námskeiðið. Verð: 12.500 fyrir námskeiðið, SNAG handbók, morgun-og hádegishressingu. Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar veittar í gegnum netfangið ingibjorg@hissa.is og í síma 775-0660 / 898-7250. Það mætti bæta við að SNAG vörurnar fást í póstversluninni Hissa og má sjá úrvalið til hægri á vefsíðu Golf 1 með því að smella á Lesa meira
Ný Nike-auglýsing með Tiger
Hér að neðan er nýjasta Nike-auglýsingin með Tiger Woods, Nick Watney og Thorbjörn Olesen í aðalhlutverkum. Og jafnvel þó auglýsingin sé ekki sú sniðugasta og breyti e.t.v. ekki lífi ykkar þá gætu kylfurnar sem þremenningarnir eru að auglýsa e.t.v. gert það! Svolítið skrítið samt að Rory sé ekki hafður með í auglýsingunni, þar sem hann bætti Nike Golf VRS Covert 2.0 kylfunni í pokann í lok árs 2013. Það gerði Tiger líka eftir að hafa orðið í 2. sæti á Northwestern Mutual World Challenge. Við það tækifæri sagði hann m.a.: „Vitið þið ég fann góðan dræver þessa vikuna og var mjög ánægður með þær breytingar sem gerðar höfðu verið á drævernum. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Natalie Gulbis og Atli Þór Gunnarsson – 7. janúar 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru bandaríski kynbombukylfingurinn nýgifti Natalie Gulbis og Atli Þór Gunnarsson. Þau eru bæði fædd sama dag 7. janúar 1983 og eiga því 31 afmæli í dag! Atli Þór er félagi í Golfklúbbnum Keili og Natalie spilar á LPGA. Gulbis er ein af þeim sem vakið hefir jafnmikla athygli á sér fyrir fyrirsætustörf sem golfleik og má sjá eina grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Natalie giftist ruðningsboltahetjunni Josh Rodarmel jólin 2013 Sjá má grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Komast má facebook síðu Atla Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Atli Þór Gunnarsson Reyndar er þetta mikil Lesa meira
Poulter og Elkington rífast á Twitter
Ian Poulter og Steve Elkington eru þekktir í Twitter heimum fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Elkington skaut sig í fótinn með því að vera með kynþáttaníð og síðan með brandara um þyrluslysið í Skotlandi nú fyrr í haust. Ian Poulter er meinilla við Elkington og lá ekki á skoðunum sínum í bæði skipti á heimsku og hugsunarleysi Elkington. Og nú gat fólk fylgst með annarri Twitter rimmu milli þeirra. Áður en sagt verður frá henni er vert að geta þess að Ian Poulter er nr. 12 á heimslistanum en Steve Elkington nr. 1507. Þetta byrjaði allt saman sárasakleysislega á því að vinur Elkington, Paul Regali (sem er með Twitter Lesa meira










