Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2014 | 06:15

PGA: Brian Stuard efstur á Hawaii eftir 2. dag – Spieth komst ekki gegnum niðurskurð!

Það er tiltölulega óþekktur kylfingur, Brian Stuard, (f. 10. desember 1982 – 31 árs) sem leiðir eftir 2. dag Sony Open á Waialea í Hawaii. Stuard komst fyrst á PGA Tour í gegnum Web.com árið 2012 og spilaði fyrsta keppnistímabil sitt 2013. Stuard er búinn að spila samtals á 10 undir pari, 130 höggum (65 65). Öðru sætinu deila þeir Marc Leishman og Japaninn Hideto Tanihara, á samtals 9 undir pari, 131 höggi, hvor: Leishman (67 64) og Tanihara (66 65). Þrátt fyrir glæsilegan albatross er deilir James Hahn 17. sætinu með stjörnuflóði 7 kylfinga; sem allir hafa spilað á samtals á 5 undir pari og eru því 5 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2014 | 06:00

Evróputúrinn: 3 í forystu á Volvo Golf Champions eftir 2. dag

Það eru 3 sem leiða eftir 2. dag Volvo Golf Champions í Durban CC, í KwaZulu Natal,  Suður-Afríku: Joost Luiten, sem fékk svo glæsilegan albatross á par-5 10. braut Durban golfvallarins; Englendingurinn Tommy Fleetwood og heimamaðurinn Louis Oosthuizen. Allir eru þessir 3 forystumenn búnir að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum; Luiten (70 67); Fleetwood (70 67) og Oosthuizen (68 69). Í 4. sæti, höggi á eftir er Frakkinn „Mozart“; þ.e. Frakkinn Victor Dubuisson og í 5. sæti, enn öðru höggi á eftir er Ítalinn Matteo Manassero. Sjötta sætinu deila síðan forystumaður 1. dags Rapahaël Jacquelin og hinn granni Darren Clarke, á samtals 4 undir pari, hvor. Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2014 | 05:00

PGA: Glæsilegur albatross James Hahn – Myndskeið

Fyrr í gærkvöldi náði Joost Luiten glæsilegum albatross á Volvo Golf Champions mótinu í Durban, Suður-Afríku og er einn af 3 sem leiða í mótinu. Hann var ekki sá eini sem fékk albatross, því hinum megin á hnettinum á Sony Open var James Hahn með ekki síðri albatross á Sony Open á Waialea á Hawaii. Sjá má albatross Hahn með því að SMELLA HÉR:  Að þessu sinni fagnaði Hahn ekki Gangnam style en hann vakti mikla athygli á sér í febrúar á síðasta ár, 2013, á Waste Management Phoenix Open (Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:) þegar hann fagnaði fínum fugli Gangnam Style.  Nú bar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 23:30

Dufnershjónin á göngu í Hawaii – Myndskeið

Hér er meðfylgjandi myndskeið af „the Dufners“ gangandi um undir Banyan trjánum á Hawaii. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 21:00

GK: SNAG golfæfingar fyrir börn

Golfklúbburinn Keilir ætlar að bjóða upp á SNAG golfæfingar fyrir börn.  Á heimasíðu klúbbsins segir íþróttastjóri GK þannig eftirfarandi: „Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 5-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis. Æfingar verða á laugardögum, 12 vikur í röð. Dagseting: 11.jan.-29.mars. 2014. Þeir sem eru að æfa hjá okkur þurfa ekkert að greiða fyrir þessar æfingar, en þeir sem vilja koma prufa og eru ekki í klúbbnum greiða 5.000 kr. fyrir veturinn. Aldurskipting og mæting: kl. 9:15 – 10:00 5-7 ára. kl. 10:00 – 10:45 8-10 ára Kylfur á staðnum fyrir alla kylfinga. Nánari uppl. sendið póst á bjorgvin@keilir.is Kveðja Björgvin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 20:30

Evróputúrinn: Glæsilegur albatross Luiten á 2. hring Volvo Golf Champions – Myndskeið

Nú á 2. hring Volvo Golf Champions, í Durban, Suður-Afríku,  náði Hollendingurinn Joost Luiten glæsilegum albatross. Albatrossinn hans Luiten má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 20:00

Lindsey bjargar Leó úr dýraheimili

Lindsey Vonn er sögð eyðilögð yfir að geta ekki tekið þátt í Ólympíuleikunum vegna meidds hnés. Meiðslin frá því að hún datt í brekkum Schladming í Austurríki eru greinilega ekki gróin enn. Lindsey póstaði mynd af sér á Instagram sl. miðvikudag og sagðist hafa tekið að sér 9 mánaða hundinn Leó „úr dýraheimili.“ „Hann hefir kætt mig svo mikið!“ skrifaði hún. „Hann varð fyrir bíl og því er hann meiddur á hné líka. Kannski að við getum verið í endurhæfingu saman!“ Á facebook skrifaði Lindsey: „Enginn vildi hann … nema ég! Ég hvet alla sem eru í leit að gæludýri að taka eitt úr dýraheimilum og bjarga þannig hundslífi!“ Góðar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 18:30

Afmæliskylfingar dagsins: Ian Poulter og Andrea Ásgrímsdóttir – 10. janúar 2014

Það eru Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari og „kraftaverkamaðurinn í Medinah“ Englendingurinn Ian Poulter, sem eru afmæliskylfingar dagsins.  Andrea er fædd 10. janúar 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!  Andrea er m.a. klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbnum Oddi 2012 og 2013. Fyrsta viðtalið sem birtist hér á Golf 1 var tekið við Andreu og má sjá það með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn!!! Andrea Asgrimsdottir (40 ára – Innilega til hamingju Andrea!!!) Ian Poulter í Rydernum 2012 – Ógleymanlegur!!! Ian James Poulter er fæddur 10. janúar 1976 í Hitchin, í Hertfordshire í Englandi og er því 38 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Hannah Ralph (9/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 23. sætinu (voru jafnar í 23.-26. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 yfir pari, 361 höggi:   Hannah Ralph,  Lucy Andre, Nina Muehl  og Karolin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 18:00

GHG: Hole in One púttmótaröðin hefst á laugardaginn

Opna Hole in One púttmótaröðin verður spiluð í Hamarshöll í vetur. Hún hefst næstkomandi laugardag 11. janúar. Spilað verður næstu 12 laugardaga og verða rástímar frá kl. 10-12. Ekki verður leyft að fara æfingarhring á undan skráðum hring. Spilaðar verða 36 holur og er þátttökugjald 500 krónur fyrir hvern hring. Í lok mótaraðarinnar verða tekin saman 6 bestu skorin til að finna sigurvegara mótaraðarinnar og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Mótaröðin er opin þannig að allir geta tekið þátt – félagsmenn sem aðrir og ekki úr vegi að fara laugadagsbíltúra í Hveragerði og taka þátt í skemmtilegu púttmóti!!!