Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 09:00

PGA: Sang-Moon Bae í 1. sæti eftir 1. dag Sony Open á Hawaii – Myndskeið

Það er Sang-Moon Bae frá Suður-Kóreu,  sem leiðir á Sony Open sem hófst í gær á Waialea CC, í Honolulu á Hawaii.

Bae lék á 7 undir pari, 63 höggum.

Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk, sem var höggi á eftir á 6 undir pari, 64 höggum.

Tveir kylfingar deila 3. sætinu: Brian Stuard og Ryan Palmer, báðir á 5 undir pari, 65 höggum.

Sjö kylfingar deila síðan 5. sætinu á 4 undir pari, 66 höggum, hver: John Daly, Retief Goosen, Harris English, Jimmy Walker, Hideto Tanihara, Jason Kokrak og Daniel Summerhayes.

Til þess að sjá stöðuna á Sony Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á 1. degi Sony Open SMELLIÐ HÉR: