Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 08:30

Evróputúrinn: Jacquelin leiðir eftir 1. dag í Durban – Myndskeið

Í gær hófst Volvo Golf Champions mótið í Durban CC, í KwaZulu Natal héraðinu í Suður-Afríku.

Það var mjög heitt á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröðinni í gær.

Eftir 1. dag leiðir franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin; lék á 5 undir pari, 67 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir er heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn (2010), Louis Oosthuizen; á 4 undir pari, 68 höggum.

Tveir deila síðan 3. sætinu; hinn granni Darren Clarke, (búinn að grenna sig um 20 kíló sbr. frétt Golf 1 Sjá með því að SMELLA HÉR:) og Frakkinn Victor Dubuisson, báðir á 3 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags frá Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR: