
PGA: Brian Stuard efstur á Hawaii eftir 2. dag – Spieth komst ekki gegnum niðurskurð!
Það er tiltölulega óþekktur kylfingur, Brian Stuard, (f. 10. desember 1982 – 31 árs) sem leiðir eftir 2. dag Sony Open á Waialea í Hawaii.
Stuard komst fyrst á PGA Tour í gegnum Web.com árið 2012 og spilaði fyrsta keppnistímabil sitt 2013.
Stuard er búinn að spila samtals á 10 undir pari, 130 höggum (65 65).
Öðru sætinu deila þeir Marc Leishman og Japaninn Hideto Tanihara, á samtals 9 undir pari, 131 höggi, hvor: Leishman (67 64) og Tanihara (66 65).
Þrátt fyrir glæsilegan albatross er deilir James Hahn 17. sætinu með stjörnuflóði 7 kylfinga; sem allir hafa spilað á samtals á 5 undir pari og eru því 5 höggum á eftir forystumanninum; en meðal hinna 7 eru m.a. Zach Johnson, sem sigraði svo eftirminnilega á fyrsta PGA Tour móti ársins; Tournament of Champions, Jason Dufner og Retief Goosen.
Það sem vakti nokkra athygli á 2. hring Sony Open er að nr. 17 á heimslistanum; Jordan Spieth komst ekki í gegnum niðurskurð með hringi upp á 70 og 71, en hann var 2 höggum frá því að komast í gegn.
Einn er þó sem rétt slapp í gegnum niðurskurð, en það er ofurtöffarinn John Daly, sem tryggði sér sæti meðal þeirra sem spila um helgina með glæsierni á 18. holu!
Til þess að sjá stöðuna á Sony Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Sony Open SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi