Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2014 | 06:00

Evróputúrinn: 3 í forystu á Volvo Golf Champions eftir 2. dag

Það eru 3 sem leiða eftir 2. dag Volvo Golf Champions í Durban CC, í KwaZulu Natal,  Suður-Afríku: Joost Luiten, sem fékk svo glæsilegan albatross á par-5 10. braut Durban golfvallarins; Englendingurinn Tommy Fleetwood og heimamaðurinn Louis Oosthuizen.

Allir eru þessir 3 forystumenn búnir að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum; Luiten (70 67); Fleetwood (70 67) og Oosthuizen (68 69).

Í 4. sæti, höggi á eftir er Frakkinn „Mozart“; þ.e. Frakkinn Victor Dubuisson og í 5. sæti, enn öðru höggi á eftir er Ítalinn Matteo Manassero.

Sjötta sætinu deila síðan forystumaður 1. dags Rapahaël Jacquelin og hinn granni Darren Clarke, á samtals 4 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR: