Golfgrín á laugardegi
Elsa er að gramsa í vinnuherbergi mannsins síns og finnur í skáp einum, lítið skrín. Hún opnar það og finnur inni í því 3 golfbolta og 40.000 krónur. Þegar maður hennar kemur heim spyr hún hann hvað þetta eiga að þýða. Eftir nokkurt hik viðurkennir hann að hann hafi alltaf þegar hann var henni órtúr lagt golfbolta í skrínið. Þá verður Elsa öskureið og skammar hann heifúðlega. Eftir stutta stund hættir hún og horfir ábúðarfull og af festu á hann. „Eiginlega er þetta ekkert svo slæmt; 30 ára hjónaband og bara 3 golfboltar!“ segir hún. „Þetta var að vísu ekkert lekkert hjá þér en ég fyrirgef þér. En segðu mér Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Hilmarsson – 11. janúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Daníel Hilmarssson. Daníel er fæddur 11. janúar 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GKG, sem spilað hefir á Eimskipsmótaröðinni og hefir eins tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri. Þannig spilaði hann m.a. með Ragnari Má Garðarssyni á 1. maí mótinu 2013, en báðir voru meðal topp-20% af 200 keppendum. Hér má sjá eldra viðtal Golf 1 við Daníel SMELLIÐ HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Daníel Hilmarsson (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frederick Lesa meira
Evróputúrinn: Tommy Fleetwood leiðir eftir 3. hring Volvo Golf Champions
Það er enski kylfingurinn Tommy Fleetwood, sem er með nauma forystu eftir 3. hring Volvo Golf Champions sem fram fer í Durban CC, í KwaZulu Natal héraði, í Suður-Afríku. Fleetwood er búinn að spila samtals á 10 undir pari, 206 höggum (70 67 69). „Þetta er erfiður golfvöllur en þegar maður er ekki að spila sitt besta golf snýst hann í mjög, mjög erfiðan völl,“ sagði Fleetwood m.a. eftir hringinn góða „Ég spilaði vel 4 eða 5 holur, en augljóslega á afganginum átti ég erfitt. Þegar maður missir teighögg sitt þá er maður alltaf að berjast við að ná parinu. Ég fékk aðeins einn skolla en hann hlaut bara að Lesa meira
Golfútbúnaður: Maggi Birgis með kynningu á SeeMore pútterum – Myndskeið
Nú eru púttmót að fara að hefjast víðsvegar um landið og sums staðar eru þau jafnvel byrjuð. Þá er nú eins gott að vera með rétta útbúnaðinn! SeeMore pútterar eru gæðavara, sem hafa hjálpað mörgum kylfingnum að bæta pútt sín. Á golfvefversluninni Hissa.is má kaupa sér þetta galdratæki, sem SeeMore pútterarnir eru (Smellið bara á bláu Hissa.is auglýsinguna sem er ofarlega í hægra horni Golf 1). Um SeeMore pútterana segir m.a. í kynningu um pútterana á Hissa.is: „SeeMore Putter Institute (SPi) sérhæfir sig í að hanna og framleiða púttera. Auk þess að framleiða púttera hafa þeir hannað einfalt og traust kennslukerfi til að bæta púttin. Þessir pútterar og kennslukerfið hafa Lesa meira
Myndskeið: Albatross í golfi – jafn sjaldséður og samnefndur fugl
Það heyrir til undantekninga að tveir albatrossar náist í mótum stærstu mótaraða heims á sama deginum – annar á Hawaii á PGA Tour og hinn í Durban, Suður-Afríku. Það var Hollendingurinn Joost Luiten sem náði þessum líka glæsilega albatross í gær, eins og Golf 1 greindi nær samstundis frá eftir að Luiten sló höggið góða Sjá með því að SMELLA HÉR: Albatross Luiten kom á par-5, 10. holu Durban CC. Á hinum enda heimsins innan við sólarhring frá því albatross Luiten leit dagsins ljós náði „Gangnam Style-arinn“ James Hahn sama afreki á par-5 9. holunni á 2. hring Sony Open á PGA Tour, á Waialea CC í Honolulu á Hawaii. Lesa meira
PGA: John Daly nær niðurskurði – en meiddur á olnboga aftur og óvíst hvort hann klárar!
John Daly sneri aftur á PGA Tour eftir að hafa verið í 6 mánuði frá, en hann gæti þurft að vera enn lengur frá, eftir að meiðsl í olnboga tóku sig upp eftir högg Daly í sandglompu á 3. holu 2. hrings Sony Open. Daly, sem fór í uppskurð með olnbogann 9. júlí til þess að láta laga rifna sin, virðist hafa rifið upp sárið á 12. holu Waialae Country Club (3. holu á 2. hring Daly) þar sem hann var að slá úr flatarglompu. Þá voru 15 holur eftir og leikur Daly eftir það býsna skrautlegur vegna verkjar í olnboganum – hann var m.a. með 2 skramba, 3 skolla, Lesa meira
Heiða Guðna og Kristján Þór tilnefnd til íþróttakonu og karls Mosfellsbæjar
Kylfingarnir Heiða Guðnadóttir og Kristján Þór Einarsson hafa verið tilnefnd til heiðurstitlanna íþróttakonu og karls Mosfellsbæjar. Í Mosfellsbæ er kjörið mjög lýðræðislegt og fer fram netkosning til að skera úr um hver verður útnefndur íþróttakona og karl Mosfellsbæjar. Golf 1 hvetur kylfinga til að styðja þau Heiðu og Kristján Þór í kosningunni en komast má á kosningasíðuna til að kjósa þau með því að SMELLA HÉR:
GHD: Golf- og Æfingaferð á Hacienda del Alamo
Golfkrakkarnir flottu á Dalvík, sem verið hafa að vinna hvern Íslandsmeistaratitilinn á fætur öðrum á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar eru að fara í golf- og æfingaferð með Heimsferðum í vor. Á heimasíðu GHD má sjá dagskrá ferðarinnar sem er eftirafarandi: Hacienda de Alamo er 5 stjörnu golf paradís og er nýr áfangastaður í golfveislu Heimsferða. Golfsvæðið er í hjarta Murcia fylkis og aðeins 30 mín akstur frá Murcia borginni og La Manga ströndinni, og aðeins 20 mín akstur frá hinni sögufrægu Cartagena borg. Hacienda del Alamo býður uppá 310 sólardaga á ári og rómað fyrir veðursæld og náttúrufegurð. Það verður enginn svikinn af þessari einstöku upplifun. Hacienda Del Alamo Golf Á Lesa meira
GK: Skráningafrestur í liðapúttmót Hraunkots til 5. febrúar
Þá er komið að því á ný að liðapúttmótaröð Hraunkots hefji göngu sína. Verðlaun verða veitt fyrir 4 efstu sætin en 35% af þátttökugjaldi fer í verðlaun. Stofnuð verður síða á facebook þar sem úrslit hvers leiks eru sett inn og umræður og vangaveltur skapast vonandi um einstaka leiki. Þátttökugjald er kr. 15.000,- fyrir hvert lið. Í hverri viku er leikinn einn leikur, 36 holu holukeppni, 1 x betri bolti, 2 x tvímenningar. Hvert lið hefir hámark 6 keppendur. Skráningafrestur er til 5. febrúar 2014. Liðum verður skipað í riðla. Form úrslitakeppni ræðst af fjölda liða í keppninni. ALLIR VELKOMNIR Þetta er gott tækifæri fyrir spilahópa og félaga til að Lesa meira
GR: Púttmót karla hefst 16. janúar n.k.
Púttmót GR-karla hefst fimmtudagskvöldið 16. janúar frá kl. 17:30 og stendur yfir í 10 vikur. Lokakvöldið að þessu sinni verður svo á föstudagskvöldið 21. mars. Sex bestu umferðirnar af tíu telja. Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár. Leiknir eru 2 hringir á hverju kvöldi, eða 36 holur. Einstaklingskeppnin: Keppt verður um púttmeistara klúbbsins og skilar hver leikmaður 36 holu skori hvert kvöld. Liðakeppnin: Þrír leikmenn skipa hvert lið og spila allir 2×18 holur. Liðið skilar svo inn einu skori sem samanstendur af bestu fjórum 18 holu hringjunum af sex. Einnig er hægt að hafa 4 í liði ef það hentar betur, en hvert kvöld telja einungis 3 leikmenn, og skal Lesa meira










